banner

Katalandsliðið á Finnish Open Cup

Laugardaginn 8.september næstkomandi fer fram sterkt bikarmót Í Helsinki, sem heitir Finnsh Open Cup. Ísland sendir vaska sveit keppenda á mótið, allt okkar landsliðsfólk í kata mun keppa. Íslensku keppendurnir notar þetta mót sem undirbúning fyrir Smáþjóðamótið sem haldið verður í San Marínó 28-29.september og fyrir Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Tampere, Finnlandi, 24.nóvember. Með keppendum í för er Helgi Jóhannesson, landsliðsþjálfari í kata, og Reinharð Reinharðsson fararstjóri.

Íslensku keppendurnir eru;
Aron Anh Huynh, ÍR
Aron Bjarkason, Þórshamar
Elías Snorrason, KFR
Móey María Sigþórsdóttir McClure, Breiðablik
Oddný Þórinsdóttir, Afturelding
Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik
Tómas Pálmar Tómasson, Breiðablik
Þórður Jökull Henrysson, Afturelding


Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn, efri röð frá vinstri Þórður Jökull, Tómas Pálmar, Elías, Svana Katla og Helgi landliðsþjálfari. Neðri röð frá vinstri Aron Anh, Aron B., Oddný og Móey María.

About Reinhard Reinhardsson