Eitt silfur og tvö brons á NM 2022
Eitt silfur og 2 brons unnust á Norðurlandameistaramótninu í karate sem haldið var í Riga, Lettlandi, laugardaginn 26. nóvember.
Karen Thuy Duong Vu vann silfur í kumite kvenna junior -48kg flokki. Hún sigraði Tija Audzevicitue frá Litháen 3-1 í fyrstu umferð en varð að játa sig sigraða í úrslitum í viðureign við Roberta Driucikaite einnig frá Litháen 0-3.
Eydís Magnea Friðriksdóttir keppti í kata female junior og varð í fjórða sæti í sínum riðli í fyrstu ummferð með 21.12 stig með kata Nipaipo.
Í annari umferð varð hún önnur með 22.62 stig fyrir kata Saipai. Hún keppti því um bronsið í þriðju viðureign.
Í bronsviðureigninni hafði hún betur með 22.80 stig fyrir kata Anan en hún sigraði Alesja Mazur frá Eistlandi sem fékk 22.06 stig.
Hópkatalið Íslands í kata kvenna keppti við lið frá Danmörku og Finnlandi og unnu Finnar flokkinn, Danir fengu annað sætið og Íslendingar það þriðja.
Una Borg Garðarsdóttir keppti um brons í flokki kata kvenna en tapaði fyrir Sænska meistaranum, Mia Karlsson.
Samuel Jodh Ramos, Davíð Steinn Einarsson og Daði Logason kepptu einnig um brons en töpuðu sínum viðureignum naumlega.