banner

Eitt silfur og tvö brons á NM 2022

Eitt silfur og 2 brons unnust á Norðurlandameistaramótninu í karate sem haldið var í Riga, Lettlandi, laugardaginn 26. nóvember.

Karen Thuy Duong Vu vann silfur í kumite kvenna junior -48kg flokki. Hún sigraði Tija Audzevicitue frá Litháen 3-1 í fyrstu umferð en varð að játa sig sigraða í úrslitum í viðureign við Roberta Driucikaite einnig frá Litháen 0-3.

Eydís Magnea Friðriksdóttir keppti í kata female junior og varð í fjórða sæti í sínum riðli í fyrstu ummferð með 21.12 stig með kata Nipaipo.
Í annari umferð varð hún önnur með 22.62 stig fyrir kata Saipai. Hún keppti því um bronsið í þriðju viðureign.
Í bronsviðureigninni hafði hún betur með 22.80 stig fyrir kata Anan en hún sigraði Alesja Mazur frá Eistlandi sem fékk 22.06 stig.

Hópkatalið Íslands í kata kvenna keppti við lið frá Danmörku og Finnlandi og unnu Finnar flokkinn, Danir fengu annað sætið og Íslendingar það þriðja.

Una Borg Garðarsdóttir keppti um brons í flokki kata kvenna en tapaði fyrir Sænska meistaranum, Mia Karlsson.
Samuel Jodh Ramos, Davíð Steinn Einarsson og Daði Logason kepptu einnig um brons en töpuðu sínum viðureignum naumlega.

Kependur og þjálfara í lok móts.

Karen með silfur

Eydís með brons

About Reinhard Reinhardsson