Helgi fær silfurmerki EKF fyrir dómgæslu
Á meðan Evrópumeistaramótið í karate fór fram í Montpellier í Frakklandi, var Helga Jóhannessyni veitt silfurmerki EKF fyrir að hafa verið 15 ár sem European Referree . Helgi sinnti dómgæslu á mótinu, dæmdi einstaklingsflokka og liðakeppni auk þess að hafa verið valinn til að dæma í úrslitum. Karatesambandið óskar Helga til hamingju með þessa viðurkenningu.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Helga þegar hann tekur við silfurmerkinu úr hendi Primoz Debenak, formanns dómanefndar EKF.