Skráning keppenda á mót á vegum KAÍ
Eins og fram kom á síðasta karateþingi, þá var ákveðið að færa skráningar á mót sem KAÍ heldur inn í kerfi Sportdata.org. Kai hefur nú tekið upp skráningarkerfið sportdata fyrir öll mót innanlands. Þetta virkar þannig að hvert félag stofnar sinn aðgang og skráir sína iðkendur inn í kerfið. Mótin og skráningarfrestur birtist á síðunni Sportdata.org þar sem einnig verður hægt að fá upplýsingar um hvaða keppnisflokkar eru í boði fyrir hvert mót. Mótanefnd mun áfram senda út auglýsingar og skráningarfrest á öll félög, eins og áður nema núna verða ekki nein skráningarskjöl send út. Það er því alfarið í höndum félaga að skrá rétt inn og á tilsettum tíma.
Ef eitthvað er óljóst þá endilega sendið póst á mótanefnd KAÍ á netfangið: kaiskraning@gmail.com