banner

Evrópumót smáþjóða í karate í Lichtenstein 22. – 26. september.

Stjórn KAÍ boðar til upplýsingafundar vegna landsliðsferðar á Evrópumót smáþjóða sem fer fram dagana 23.-25. september næstkomandi í Lichtenstein.

Fundurinn verður haldinn í Fylkisselinu, Norðlingaholti, miðvikudaginn 7. september kl. 19.30.

Eftirfarandi keppendur hafa verið valdið til að taka þátt á mótinu fyrir íslands hönd:

Kata: Adam, Daði, Eydís, Jakub, Móey , Samúel, Tómas, Una, Þórður.
Kumite: Embla, Daði, Davíð, Hugi, Ísold, Ronja, Samuel.

Boðum foreldra og forráðamenn keppenda einnig á fundinn.

Óskað verður eftir staðfestingu frá keppendum og/eða forráðamönnum þeirra um að þeir komi í verkefnið.

Farið verður yfir fyrirkomulagið í ferðinni og hægt verður að spjalla við landsliðsþjálfarana.

Landsliðþjálfarinn í kumite verður á Zoom frá Svíþjóð. Hann mun velja keppendur fyrir HM 14-21 árs og EM 14-21 árs í lok mótsins,
en þau fara fram, í lok október í Tyrklandi og í byrjun febrúar 2023 á Kýpur.

Stjórn og landsliðsnefnd.

About Reinhard Reinhardsson