banner

Norðurlandameistaramótið í karate 2024

Norðurlandameistaramótið í karate 2024 verður haldið laugardaginn 13. apríl í Laugardalshöllinni og hefst keppnin kl. 9.00.
Áætluð mótslok eru um kl. 18.30

Um 250 keppendur frá 8 þjóðum eru skráð til keppni. Þar af eru rúmlega 30 keppendur frá Íslandi sem taka þátt. Þá stillir Ísland einnig upp 6 liðum í liðakeppninni.
Sunnudaginn 14. apríl verður keppt í fyrsta sinn á NM í liðakeppni blandaðra liða þar sem 3 karlar og 2 konur skipa hvert lið. Keppnin hefst kl. 10.00 á sunnudeginum.

40 dómarar og um 50 þjálfarar eru skráðir á mótið auk um 30 starfmanna.

Hvetum alla til að koma og sjá bestu karatemenn og karatekonur Norðurlandanna keppa á Íslandi.

kai_auglýsing_nordurlandamot_A4

kai_auglýsing_nordurlandamot_A3

About Reinhard Reinhardsson