banner

Karateþing 22. febrúar

Karateþing verður haldið laugardaginn 22. febrúar kl. 10.00 í D-sal í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.

Störf samkvæmt lögum sambandsins.

Um 80 fulltrúar eiga rétt á setu á þinginu. Helstu mál fyrir þinginu eru skýrsla stjórnar, reikningar sambandsins, fjárhagsáætlun fyrir árið 2014, afreksstefna KAÍ 2014-2016 og kosning formanns og stjórnar til næsta árs.

Þá hafa borist til stjórnar tillögur um breytingar á reglugerðum sambandsins um íslandsmeistaramót. Má þar nefna kynjaskiptingu á flokkum á barnamóti í kata, að tvö félög megi skrá sameiginlegt lið í liðakeppni og gjaldgengi á mótum sé háð því að félög geti útvegað réttindadómara, starfsmenn og liðstjóra fyrir hvert mót.

About Reinhard Reinhardsson