banner

34. Karateþing 28. febrúar 2021

34. Karateþing var haldið sunnudaginn 28. febrúar í D-sal Íþróttamiðstöðvarinnar Laugardal.

Vegna breyttra sóttvarnarreglna stjórnvalda var hægt að boða fullann fjölda þingfulltrúa frá félögunum.
Um 20 fulltrúar sóttu þingið frá 8 karatefélögum og -deildum.

Gunnar Bragason, gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ var gestur á þinginu. Bar hann kveðjur frá Forseta, framkvæmdastjóra og framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Þingað var í skugga Covid-19 og fóru allar umræður fram í pontu.
Reikningar sambandsins voru samþykktir, fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og Afreksstefna fyrir næstu 4 ár.

Stjórnin gaf öll kost á sér til endurkjörs og var kosin með lófaklappi.
Einn nýr stjórnarmaður var kosinn i varastjórn, Katrín Ingunn Björnsdóttir.

Streymt var frá þinginu á Youtube-rás Karatesambandsins: https://youtu.be/YTUPdh-vbzg

Stjórn KAÍ 2021-2022. Frá vinstri, Ævar, Elías, Katrín, Reinharð, María, Sigþór, Hafþór og Rut.

About Reinhard Reinhardsson