banner

36. Karateþing

36. Karateþing fór fram sunnudaginn 19. febrúar í nýjum fundarsal á 3ju hæð í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Þetta var eitt fjölsóttasta þing frá stofnun Karatesambandsins en yfir 42 þingfulltrúar frá 9 karatefélögum og -deildum tóku þátt í þingstörfum auk stjórnar sambandsins.

Þingfulltrúar að störfum.

Þingforseti var kosinn Hafsteinn Pálsson, 2. vara-forseti framkvæmdarstjórnar ÍSÍ og þingritari Hafþór Sæmundsson, stjórnarmaður KAÍ.

Úlfur Hróbjartsson, frá framkvæmdastjórn ÍSÍ, var gestur á þinginu og bar kveðju frá framkvæmdastjórninni.

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2022 og reikningar sambandsins fyrir 2022 voru samþykktir einróma.

Á síðast karateþing var ákveðið að stofna til milliþinganefndar um endurskoðun laga sambandsins sem lítið höfðu breyst frá stofnun þess 1985.
Lagabreytingatillögur nefndarinnar voru lagðar fyrir þingið og tóku lítillegum breytingum í meðförum laga- og leikreglnanefndar.
Þau voru samþykkt einróma að lokinni efnismeðferð. Breytum lögum verður vísað til framkvæmdastjórnar ÍSÍ til samþykktar.

Afreksstefna fyrir árin 2023-2026 var samþykkt einróma og fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 með lítillegum breytingum frá fjárlaganefnd.

Nokkur umræða varð undir liðnum önnur mál um starfsmenn á mótum innanlands, stefnu í landsliðsmálum og framkomu á mótum. Einnig hvað væri hægt að gera til að auka sýnileika íþróttarinnar og efla útbreiðslustarfið.

Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ, gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku en fékk mótframboð i embætti formanns frá Ronju Halldórsdóttur, frá Kartefélagi Reykjavíkur.

Eftir leynilega kostningu fór svo að Reinharð var endurkjörinn með 35 atkvæðum en Ronja fékk 7 atkvæði.

Stjórnin gaf öll kost á sér til áframhaldandi setu en tvö önnur framboð bárust á þinginu, Ronja Halldórsdóttir og Agnes Guðjónsdóttir, báðar frá Karatefélagi Reykjavíkur.

Eftir leynilega kosningu var niðustaðan að stjórni var endurkjörin, Sigþór: 39 atkvæði, María: 38 atkvæði, Hafþór: 37 atkvæði og Elías: 31 atkvæði. Ronja: 13 atkvæði og Agnes: 10 atkvæði.

Í vara-stórn var sjálfkjörið, Rut Guðbrandsdóttir, Ronja Halldórsdóttir og Gunnlaugur Sigurðsson.

Elías, María, Sigþór, Reinharð, Hafþór, Gunnlaugur, Ronja og Rut

About Reinhard Reinhardsson