banner

Meistarmót barna í kata 2018

Meistaramót barna í kata fór fram laugardaginn 14. apríl í Íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum.
Keppt er í einstaklings kata, 11 ára og yngri og liðakeppni í kata. 156 keppendur frá 11 félögum voru skráðir til leik auk 29 hópkataliða.

Í mótslok stóð Karatedeild ÍR uppi sem Íslandsmeistari félaga í fyrsta sinni með 41 stig.

Yfirdómari á mótinu var Kristján Ó. Davíðsson og mótsstjórn var í höndum Karatedeildar Breiðabliks.

Verðlaunahafarnir í mótslok.

Íslandsmeistarar í einstökum flokkum eru;
Kata barna 8 ára og yngri, SÓLEY RÓS SÆMUNDSDÓTTIR, ÍR
Kata 9 ára stúlkur, GABRIELA ORA GUTRAIMAN, BREIÐABLIK
Kata 9 ára piltar, ADAM ÓMAR ÓMARSSON, ÍR
Kata 10 ára stúlkur, DUNJA DAGNÝ MINIC, ÍR
Kata 10 ára piltar, MILIJA PUSIC, ÞÓRSHAMAR
Kata 11 ára stúlkur, KAREN AI VI NGO, ÍR
Kata 11 ára piltar, ÚLFUR KÁRI ÁSGEIRSSON, KFR
Hópkata 9 ára og yngri, BORYS JACKIEWICZ, SÓLEY RÓS SÆMUNDSDÓTTIR, ÞORLEIFUR GUNNAR WERNERSSON, ÍR-3
Hópkata 10-11 ára, DUNJA DAGNÝ MINIC, TRIXIE TNGOT, MIA ÐURIC, ÍR

Heildarúrslit.

About Reinhard Reinhardsson