banner

60 manna hópur frá Íslandi á Smáþjóðamótið í karate

Um helgina 27-28.september næstkomandi verður haldið fimmta Smáþjóðamótið í Karate. Mótið verður haldið í San Marínó og sendir Ísland 41 keppenda til leiks. Keppt er bæði í kata og kumite í fimm aldursflokkum auk liðakeppni í kata og kumite.

Allt sterkasta karatefólk Íslands tekur þátt en auk Íslands eru keppendur frá Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Luxembourg, Möltu, Monaco, San Marínó og Svartfjallalandi. Yfir 300 keppendur eru skráðir frá þessum 9 löndum og gera má ráð fyrir mjög sterku móti, þar sem keppendur frá þessum löndum hafa margir verið að vinna til verðlauna á Evrópu- og Heimsmeistaramótum. Á síðasta ári eignaðist Ísland tvo Smáþjóðameistarar, þau Aron Anh Huyng sem vann kata junior og Ivetu Ivanovu sem vann kumite junior -53kg. Íslenski hópurinn hefur æft vel á undanförnum vikum fyrir þetta mót sem og önnur verkefni í vetur, m.a. Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Tampere Finnlandi í lok nóvember.

Auk þess er átján manna fyldarlið með keppendum, fararstjórar, þjálfarar og dómara.

About Reinhard Reinhardsson