banner

Formannafundur Norræna karatesambandsins

Formannafundur Norræna karatesambandsins var haldinn föstudaginn 10. apríl og var forseti alþjóða- og evrópska karatesambandsins, herra Antonio Espinos, sérstakur gestur á fundinum.

Aukið samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna var rætt og voru allir formennirnir sammála um að styðja við það.

Svíþjóð mun taka að sér að halda utan um skrifstofu samtakanna. Einnig á að uppfæra heimasíðu samtakanna og koma inn dagatali með opnum alþjóðlegum mótum og viðburðum hjá öllum þjóðunum.

Danmörk kynnti næsta Norðurlandameistaramót sem verður haldið í Álaborg, 9. apríl á næsta ári.

Nordic Karate Federation

Frá vinstri, Santa Drozdova, Lettlandi, Hr. Antonio Espinos, forseti WKF og EKF, Svanhild Sunde, Noregi, Reinharð Reinharðsson, Íslandi, Urban Andersson, Svíþjóð, Jeanett Rohde, Danmörku, Petri Tuominen, Finnlandi og Mehis Kard, Eistlandi.

About Reinhard Reinhardsson