Íslandsmótið í kumite
Íslandsmótið í kumite verður haldið laugardaginn 22.nóvember. Mótið verður haldið í Fylkissetrinu, Norðlingaholti í umsjón karatedeildar Fylkis. Mótið hefst kl.10 með undanúrslitum en úrslit í einstökum flokkum hefst kl.12. Ágætis þátttaka er á mótinu en keppendur frá 7 félögum eru skráð til leiks. Flest allir meistararnir frá því í fyrra eru með til að verja titla sína, þar á meðal meistararnir í opnum flokki þau Telma Rut Frímannsdóttir og Kristján Helgi Carrasco.
Tími Flokkur
10:00 Kumite kvenna, -61 kg.
Kumite kvenna, +61 kg.
10:25 Kumite karla, -75 kg.
10:40 Kumite karla, -84 kg.
Kumite kvenna, opinn flokkur.
11:10 Kumite karla, opinn flokkur.
12:00 Úrslit
Kumite karla, -67 kg.
Kumite karla, -75 kg.
Kumite karla, -84 kg.
Kumite kvenna, -61 kg.
Kumite karla, opinn flokkur.
Liðakeppni karla (3 manna sveitir).
12:45 Verðlaunaafhending
13:00 Mótslok