banner

Karateþing 2017 fundarboð og tillögur

Karateþing verður haldið laugardaginn 25. febrúar í D-fundarsal ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni Laugardal kl. 12.00 – 16.00. Þinginu hefur verið seinkað um 2 tíma vegna þingfulltrúa utan af landi.
Áætluð þinglok eru kl. 16.00.

Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu skal tilkynna stjórn KAÍ minnst 21 degi fyrir þingið.
Þá skal stjórn KAÍ tilkynna sambandsaðilum dagskrá þingsins ásamt tillögum og lagabreytingum sem borist hafa í síðasta lagi 14 dögum fyrir þingið, sem síðara fundarboð.

Kjörbréf Karateþing 2017

Tillaga 2

Tillaga 3

Tillaga 4

Tillaga 5

Þingstörf samkvæmt lögum sambandsins.

1. Þingsetning.
2. Kosnir fastir starfsmenn þingsins.
3. Kosnar fastar nefndir:

Kjörbréfanefnd.
Fjárlaganefnd.
Laga- og leikreglnanefnd.
Allsherjarnefnd.
Kjörnefnd.
Nefndir þessar eru skipaðar 3 mönnum hver.

4. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína.
5. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga sambandsins til samþykktar.
6. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
7. Lagðar fram laga- og leikreglnabreytingar þær sem fram hafa komið.
8. Lagðar fram aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar.
9. Málum og tillögum vísað til nefnda til umfjöllunar.

– Þ I N G H L É –

10. Nefndarálit og tillögur og atkvæðagreiðslur um þær.
11. Önnur mál.
12. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmenn reikninga.
13. Kjörnir 5 menn í aganefnd og 3 til vara.
14. Val fulltrúa á Íþróttaþing.
15. Þingslit.

About Reinhard Reinhardsson