banner

Kristján Helgi stóð sig best á EM

KAI_2014_EM_svana_kristjan_telma

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Svönu Kötlu, Kristján Helga og Telmu Rut.

Í dag var fyrsti dagur á Evrópumeistaramótinu í karate sem haldið er í Tampere, Finnlandi, þar sem 480 keppendur frá 43 löndum mættu til leiks, en einungis er hægt að skrá 1 keppanda frá hverju landi í hvern flokk.  Ísland var með þrjá keppendur á mótinu og hóf Svana Katla Þorsteinsdóttir keppni í kata kvenna.  Þar mætti hún í fyrstu umferð Miu Karlsson frá Svíþjóð, en þær Svana Katla hafa oft mæst á undanförnum árum og fór það svo að Mia vann þessa viðureign.  Næst keppti Telma Rut Frímannsdóttir í kumite kvenna -68kg flokki þar sem hún Ivona Tubic frá Króatíu.  Eftir jafna viðureign fór svo að Ivona náði stigi á Telmu og vann viðureignina 1-0.  Síðastur til að keppa var Kristján Helgi Carrasco sem keppti í kumite karla -67kg flokki.  Hann mætti Sebastian Kantuzer frá Slóveniu í fyrstu umferð og var sú viðureign vægt til orða mjög spennandi, þar sem þeir skiptust á að skora á hvorn annan. Sebastian var einu skrefi á undan Kristjáni og náði fyrsta stiginu en Kristján svaraði jafnharðan til baka og var viðureignin í járnum þar til staðan var 3-3 þegar um 20 sekúndur voru eftir, en þá náði Sebastian að skora sigurstigið sem Kristján náði ekki að svara.  Sebastian vann því viðureignina 4-3 og Kristján þar með úr leik þrátt fyrir frábæra baráttu í viðureigninni.  Allir andstæðingar okkar keppenda féllu úr leik í seinni umferðum og því áttu þau ekki von á uppreisnarviðureign og rétti á að keppa um 3ja sætið.  Íslensku keppendurnir hafa því lokið keppni á EM í karate.

 

About Helgi Jóhannesson