banner

Félagaskipti

REGLUR UM FÉLAGSSKIPTI

1. Hlutgengi.

Hlutgengur til þátttöku í mótum á vegum KAÍ er hver sá aðili sem er félagsbundinn í félagi innan KAÍ og uppfyllir að öðru leyti hlutgengisreglur ÍSÍ á hverjum tíma.

2. Almennt um félagsskipti

Öll félagsskipti, 16 ára og eldri, skal tilkynna KAÍ skriflega á þar til gert eyðublað. Félagaskipti geta einungis tekið gildi tvisvar á ári. Tilkynningar sem sannanlega berast á tímabilinu frá og með 1. janúar til 31. ágúst árlega taka gildi frá og með 1. september og tilkynningar sem berast á tímabilinu frá og með 1. september til 31. desember taka gildi frá og með 1. janúar.

3. Framkvæmd félagaskipta

3.1 Öll félagaskipti skulu fara fram á þar til gerðu eyðublaði útgefnu af KAÍ. Eyðublað fyrir Félagsskipti
skal undirritað af viðkomandi félagsmanni, félagi sem gengið er úr og félagi sem gengið er í.
Undirritun fulltrúa félagsdeildar sem gengið er úr staðfestir að viðkomandi félagsmaður hafi
engar skuldbindingar við sitt fyrra félag. Hafi félagsmaður einhverjar skuldbindingar við sitt
fyrra félag er því félagi heimilt að hafna félagsskiptunum. Tilkynningar sem ekki uppfylla ofangreind skilyrði, eru t.d. ekki skriflegar eða undirritun félagans/forráðamannsins skortir, skulu ekki teknar gildar fyrr en úr hefur verið bætt með sannanlegum hætti.

3.2 Stjórn KAÍ er ekki heimilt að staðfesta félagsskipti fyrr en undirskriftir umsækjenda og staðfesting félaga sem hlut eiga að máli liggur fyrir. Þegar stjórn KAÍ hefur staðfest félagaskiptin öðlast viðkomandi aðili keppnisheimild með sínu nýja félagi. Upplýsingar um félagaskipti skulu birtar á heimsíðu KAÍ þegar þau hafa verið samþykkt.

4. Úrskurðar- og umsagnaraðili

Stjórn KAÍ er úrskurðaaðili í deilum sem upp koma varðandi félagaskipti. Úrskurði geta aðilar áfrýjað til dómstóls ÍSÍ. Að öðru leyti en að framan greinir vísast til almennra reglna ÍSÍ um móta- og keppendareglur sem í gildi eru á hverjum tíma.

Samþykkt á karateþingi 22. febrúar 2014
Síðast breytt af stjórn KAÍ, 12. nóvember 2021