banner

Heiðursviðurkenningar

HEIÐURSVIÐURKENNINGAR KAÍ

1. Heiðursmerki.

1. Gullmerki KAÍ
2. Silfurmerki KAÍ
3. Borðfáni KAÍ

Gull- og silfurmerki KAÍ eru barmmerki með einföldu merki Karatesambandsins eins og það er á hverjum tíma í gulli eða silfri.
Borðfáni KAÍ er merki KAÍ á hvítum fleti og stofndagur KAÍ, 28. febrúar 1985, skráð fyrir neðan. Fáninn er tvöfaldur með kögri og snúru. Borðfáninn skal vera á stöng þegar hann er veittur.

2. Viðurkenningar

Gullmerki KAÍ skal einkum veitt einstaklingum sem um lengri tíma hafa unnið afburðagott starf fyrir karatehreyfinguna.
Silfurmerki KAÍ skal veita þeim sem unnið hafa framúrskarandi gott starf að málefnum karatehreyfingarinnar.
Borðfáni KAÍ skal veita félögum, einstaklingum og þeim samstarfsaðilum sem stjórn KAÍ ákveður hverju sinni.

3. Heiðranir

Stjórn KAÍ ákveður á stjórnarfundi, þar sem öll stjórnin er mætt, hverja skuli sæma heiðursmerki á ári hverju og um veitingu heiðursmerkis verður öll stjórnin að vera sammála.
Veiting heiðursmerkja fer fram á stofndegi KAÍ, 28. febrúar, á Karateþingi eða við önnur tilefni er stjórn KAÍ ákveður.

Samþykkt af stjórn KAÍ 10. ágúst 2017