banner

Ólafur Engilbert Íslandsmeistari 5.árið í röð

KAI_IM_Unglinga_kumite_2014_meistararÍ dag fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite á Ásvöllum, íþróttahúsi Hauka.  Karatedeild Fylkis átti mjög góðan dag á unglingamótinu eins og undanfarin ár og stóð uppi sem sigurvegari 8 árið í röð og er því Íslandsmeistari félaga í kumite unglinga.  Góð þátttaka var á mótinu, yfir 60 keppendur frá 9 félögum frá aldrinum 12-17 ára.  Í elsta aldursflokki pilta, 16-17 ára, vann landsliðsmaðurinn Ólafur Engilbert Árnason, úr Fylki, liðsfélaga sinn Mána Karl Guðmundsson nokkuð örugglega  sem og aðra bardaga í dag, en þess má geta að þetta er 5 árið í röð sem Ólafur vinnur Íslandsmeistaratitil í kumite unglinga og er hann á síðasta ári sínu sem unglingur. Sýndi Ólafur margar mjög fallegar tæknir í dag og þá sérstaklega spörk í átt að höfuði sem gefa 3 stig. Einnig urðu Edda Kristín Óttarsdóttir og Þorsteinn Freygarðsson Íslandsmeistarar 4 árið í röð.  Þegar heildarstigin voru talin saman, þá stóð karatedeild Fylkis uppi sem sigurvegari með 30 stig, Þórshamar urðu í 2.sæti með 9 stig og Breiðablik og Víkingur í 3-4.sæti með 5 stig. Mótsstjóri var Arnar Þór Björgvinsson og yfirdómari var Helgi Jóhannesson.

Íslandsmeistarar í dag urðu;
Kumite drengja 12 ára, Tómas Gauti Óttarsson, Fylkir
Kumite drengja 13 ára, Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir
Kumite pilta 14 og 15 ára -63kg, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir
Kumite pilta 14 og 15 ára +63kg, Þorsteinn Freygarðsson, Fylkir
Kumite pilta 16 og 17 ára, Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
Kumite telpna 12 og 13 ára, Iveta Ivanova, Fylkir
Kumite stúlkna 14 og 15 ára -54kg, Hekla Halldórsdóttir, Fylkir
Kumite stúlkna 14 og 15 ára +54kg, Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
Kumite stúlkna 16 og 17 ára, Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir

Á meðfylgjandi mynd má sjá Íslandsmeistarana frá því í dag, efri röð frá vinstri;  Ólafur Engilbert, Ágúst Heiðar, Þorsteinn og Viktor Steinn. Neðri röð frá vinstri; Iveta, Hekla, Tómast Gauti, Arna Katrín og Edda Kristín.

Helstu úrslit voru;

Kumite drengja 12 ára.
1.Tómas Gauti Óttarsson, Fylkir
2. Máni Hrafn Stefánsson, Haukar
3. Óma Mohamed Hani, Þórshamar
3. Gylfi Bergur Konráðsson, Fylkir

Kumite drengja 13 ára
1. Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir
2. Aron Bjarkason, Þórshamar
3. Skúli Möller, Fylkir
3. Hreiðar Páll Ársælsson, Fylkir

Kumite pilta 14 og 15 ára -63kg
1. Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir
2. Aron Anh Kyu Huynh, Víkingur
3. Þorvaldur Aðalsteinsson, Þórshamar
3. Jakob Hermannsson,  Fjölnir

Kumite pilta 14 og 15 ára +63kg
1. Þorsteinn Freygarðsson, Fylkir
2. Nói T Ólafsson, Haukar
3. Birkir Ómarsson, Víking

Kumite pilta 16 og 17 ára
1. Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
2. Máni Karl Guðmundsson, Fylkir
3. Aron Breki Heiðarsson, Breiðablik
3. Bogi Benediktsson, Þórshamar

Kumite telpna 12 og 13 ára.
1. Iveta Ivanova, Fylkir
2. Lóa Björg Finnsdóttir, Fylkir
3. Helga Björg Óladóttir, Þórshamar
3. Sigríður Hagalín, KFR

Kumite stúlkna 14 og 15 ára -54kg
1. Hekla Halldórsdóttir, Fylkir
2. Azia Sól Adamsdóttir, Þórshamar
3. Jóna Gréta Hilmarsdóttir, Þórshamar

Kumite stúlkna 14 og 15 ára +54kg
1. Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
2. Mary Jane Padua Rafael, Víkingur
3. Laufey Lind Sigþórsdóttir, Breiðablik
3. Lilja Vigdís Davíðsdóttir, Fylkir

Kumite stúlkna 16 og 17 ára
1. Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir
2. Unnur Þórðardóttir, KFR
3. Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir

Heildarstig
Fylkir          30
Þórshamar    9
Breiðablik     5
Víkingur        5
Haukar          4
Fjölnir           4
KFR               3
UMFA             0
Leiknir           0

Hér má svo sjá alla verðlaunahafa dagsins;

KAI_IM_Unglinga_kumite_2014_verdlaunahafar

About Helgi Jóhannesson