banner

Kristján Helgi og Telma Rut Karatefólk ársins 2014

Stjórn Karatesambands Íslands hefur útnefnt eftirfarandi karatekonu og karatemann ársins 2014.
Telma Rut Frímannsdóttir, Karatedeild Aftureldingar
Annað árið í röð er Telma Rut valin karatekona ársins enda hefur hún verið fastur meðlimur landsliðs Íslands í kumite undanfarin ár og tekið þátt í fjölda móta á erlendis með góðum árangri. Fremst ber að telja árangur hennar á fyrsta Smáþjóðamótinu í karate sem haldið var í haust þar sem hún hafnaði í 2.sæti í opnum flokki. Að auki þá náði Telma mjög góðum árangri á Opna Sænska meistaramótinu þar sem hún lenti í 2. sæti í opnum flokki kvenna. Þá keppti Telma á Evrópumeistaramótinu í maí og á Heimsmeistaramótinu í nóvember þar sem hún endaði í 10-11.sæti í -68kg flokki. Á heimavelli hefur Telma verið ósigrandi enda er hún tvöfaldur Íslandsmeistari og bikarmeistari kvenna.
Telma Rut er nú í 108.sæti á heimslista WKF yfir keppendur í kumite kvenna í -68 kg. flokki (af 298 skráðum keppendum).
Helstu afrek Telmu Rutar  á árinu 2014 voru;
1.      Íslandsmeistari í kumite, opnum flokki
2.      Íslandsmeistari í kumite, +61kg flokki
3.      Bikarmeistari kvenna 2014
4.      Silfur í opnum flokki kvenna á Smáþjóðamóti í karate
5.      Silfur í opnum flokki kvenna á Opna sænska meistaramótinu
6.      Silfur í opnum flokki kvenna á RIG
7.      10-11.sæti í kumite kvenna -68kg á Heimsmeistaramóti
Telma Rut er því verðug fyrirmynd fyrir stúlkur í karateíþróttinni.
Kristján Helgi Carrasco, Karatedeild Víkings
Val stjórnar Karatesambands Íslands á Kristjáni Helga þarf ekki að koma á óvart, enda hefur Kristján Helgi verið afburðar karatemaður síðustu ár.  Þetta er  5 árið í röð sem Kristján Helgi er valinn karatemaður ársins. Kristján Helgi hefur vaxið sem karatemaður hvert ár og var árið 2014 engin undantekning. Kristján Helgi keppir aðallega í kumite, sem hann hefur einbeitt sér að síðustu ár en auk þess keppir Kristján Helgi einnig í kata hér á landi sem sýnir hversu fjölhæfur karatemaður hann er.  Kristján Helgi er fjórfaldur Íslandsmeistari á þessu ári auk þess að vera Bikarmeistari karla, eini karlmaðurinn í sögu Karatesambandsins sem hefur afrekað að vera handhafi allra titla sem í boði eru á sama árinu. Kristján Helgi hefur verið fastur landsliðsmaður í karate síðustu ár og tók m.a. þátt í Evrópumeistaramóti U21 í febrúar og Evrópumeistaramóti fullorðinna í maí síðastliðnum.
Helstu afrek Kristjáns Helga á árinu 2014 voru;
1.      Bikarmeistari karla 2014
2.      Íslandsmeistari í kumite, opnum flokki
3.      Íslandsmeistari í kumite –75kg
4.      Íslandsmeistari í kumite, sveitakeppni karla
5.      Íslandsmeistari í kata karla
6.      Gull í -67kg flokki í kumite á Opna sænska meistaramótinu
Kristján Helgi er því verðugur fulltrúi karatehreyfingarinnar og mikil fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk.
???????????????????????????????

About Helgi Jóhannesson