banner

Úrslit á 2.bikarmóti vetrarins

Karatesamband_Islands_logo_web

Annað bikarmót vetrarins fór fram laugardaginn 31.janúar í Fylkisselinu, í umsjón Karatedeildar Fylkis.  Keppt var bæði í kata og kumite karla og kvenna.  Bikarmótin verða þrjú þennan veturinn og munu bikarmeistarar verða krýndir í lok þriðja mótsins 25.apríl. Á bikarmótum telja stig bæði úr kata og kumite til Bikarmeistaratitls. Góð mæting var á mótið enda voru yngra landsliðsfólk okkar að nota mótið til undirbúnings fyrir Evrópumeistaramót unglinga og U21 sem fer fram 6-8.febrúar næstkomandi í Zurich Sviss. Bikarmeistari karla síðustu 5 árin, Kristján Helgi Carrasco, keppti ekki að þessu sinni þar sem hann dvelur erlendis þessar vikurnar. Bikarmeistari kvenna, Telma Rut Frímannsdóttir, sneri til baka aftur á bikarmótið eftir að hafa misst af fyrsta mótinu þar sem hún var í æfingabúðum í Frakklandi á þeim tíma sem það mót fór fram.

Úrslit úr 2.bikarmótinu

Kata karla
1. Elías Snorrason, KFR
2. Bogi Benediktsson, Þórshamar
3. Hólmgeir Gauti Agnarsson, Breiðablik
3. Sverrir Magnússon, KFR
5.-6. Sverrir Ólafur Torfason, Leiknir
5.-6. Arnar Júlíusson, KFV

Kata kvenna
1. Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik
2. Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik
3. María  Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar
4. Diljá Guðmundsdóttir, Þórshamar
5.-6. Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
5.-6. Laufey Lind Sigþórsdóttir, Breiðablik

Kumite karla
1. Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
2. Máni Karl Guðmundsson, Fylkir
3. Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylkir
3. Elías Guðni Guðnason, Fylkir
5.-6. Sverrir Magnusson, KFR
5.-6. Sverrir Ólafur Torfason, Leiknir

Kumite kvenna
1. Telma Rut Frímannsdóttir, UMFA
2. Lilja Vigdís Davíðsdóttir, Fylkir
3. Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir
3. Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir
5.-6. María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar
5.-6. Laufey Lind Sigþórsdóttir, Breiðablik

Eftir 2.mót eru Elías Snorrason, KFR, efstur að stigum í karlaflokki og María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar, efst að stigum í kvennaflokki.

Staðan eftir 2.mót
Karlaflokkur
Elías Snorrason, KFR, 20 stig
Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir, 18 stig
Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylkir, 16 stig

Kvennaflokkur   
María Helga Guðmundsdóttir , Þórshamar, 21 stig
Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik, 20 stig
Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik, 19 stig

About Helgi Jóhannesson