banner

Frábærar viðureignir í Karate á RIG í dag

KAI_2016_RIG_senior (c) Thorsteinn Yngvi Gudmundsson2Karatehluti RIG fór fram í dag í Frjálsíþróttahöllinni þar sem keppt var bæði í kata og kumite í 4 mismunandi aldursflokkum.  Hátt í 100 keppendur frá 9 félögum auk erlendra gesta tóku þátt í mótinu í dag.  Margar mjög góðar viðureignir sáust í dag og ljóst að gott starf er unnið í karatefélögum landsins. Hápunktar dagsins voru keppnir í fullorðinsflokki, þar sem 4 erlendir keppendur tóku þátt, en tveir af þeim sem voru búnir að boða sig forfölluðust.

Í úrslitum í kata senior kvenna mættust liðsfélagarnir úr Breiðablik þær Svana Katla Þorsteinsdóttir, núverandi Íslandsmeistari í kata kvenna, og Laufey Lind Sigþórsdóttir.  Svana Katla sigraði eftir framkvæmd á kata sem heitir Annan.  Í þriðja sæti urðu þær María Helga Guðmundsdóttir, Þórhamri, og Hera María Jakobsen, Breiðablik. Í kata senior karla mættust liðsfélagarnir úr KFR, þeir Elías Snorrason, núverandi Íslandsmeistari í kata karla, og Sverrir Magnússon.  Báðir sýndu þeir frábærar kata í háum styrkleikaflokki, en svo fór að Elías bar sigur úr býtum og vann flokkinn á RIG annað árið í röð. Í þriðja sæti lentu þeir Bogi Benediktsson og Sæmundur Ragnarsson, báðir úr Þórshamri.

Í úrslitum í kumite senior karla mættust sömu aðilar og í fyrra þeir Lonni Boulesnane frá Frakklandi og Bryan van Waesberghe frá Belgíu, en þeir eru í 11. og 22. sæti á heimslista WKF í kumite karla +84kg.  Bardaginn var mjög fjörugur og mikið um stigaskor.  Bardaginn endaði með því að Lonni sigraði 8-5 og vann því mótið þriðja árið í röð.  Í þriðja sæti urðu þeir Ólafur Engilbert Árnason og Elías Guðni Guðnason, báðir úr Fylki.

Í kumite senior kvenna mættust Alizee Agier frá Frakkland, núverandi heimsmeistari kvenna í kumite -68kg og svo Gitte Brunstad frá Noregi, silfurverðlaunahafi í kumite kvenna -68kg frá síðasta heimsmeistaramóti auk þess að vera norðurlandameistari.  Í fyrri umferðum höfðu þær lagt af velli landsliðskonurnar okkar þær Telmu Rut Frímannsdóttur og Maríu Helgu Guðmundsdóttur, sem enduðu í 3ja sætið í flokknum. Bardaginn á milli Alizee og Gittu var kröftugur frá byrjun og skiptust þær á að sækja, Gitte var með frumkvæðið allan bardagann og fór svo að hún landaði sigri 4-2.  Var það mat viðstaddra að þessi viðureign hafi verðið sú besta sem sést hefur hér á landi.

Fyrr um daginn var svo keppt í yngri flokkum og helstu sigurvegarar voru;
Kata Youth kvenna; Ronja Halldórsdóttir, KFR
Kata Youth karla; Tómas Pálmar Tómsson, Breiðablik
Kata cadet kvenna; Sigríður Hagalín Pétursdóttir, KFR
Kata cadet Karla; Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir
Kata Junior kvenna; Laufey Lind Sigþórsdóttir, Breiðablik
Kata Junior karla; Aron Anh Ky Huynh, ÍR
Kumite youth   kvenna; Embla Kjartansdottir, Fylkir
Kumite youth -55 kg kk ; Gabriel Andri Guðmundsson, Fylkir
Kumite youth +55 kg karla; Máni Hákonarson, UMFA
Kumite cadet kvenna; Iveta Ivanova, Fylkir
Kumite cadet karla; Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir
Kumite junior kvk; Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir
Kumite junior karla; Máni Karl Guðmundsson, Fylkir

Á meðfylgjandi  mynd má sjá sigurvegara í senoir flokki, frá vinstri Lonni Boulesnane, Gitte Brunstad, Svana Katla Þorsteinsdóttir og Elías Snorrason. Ljósmyndari er Þorsteinn Yngvi Guðmundsson.

Auk þess er mynd af sigurvegurum í yngri flokkum. Ljósmyndari er Þorsteinn Yngvi Guðmundsson.

Hér má svo sjá úrslit RIG 2016:

KAI_RIG_2016_sigurvegarar_(c) Thorsteinn Yngvi Gudmundsson2

About Helgi Jóhannesson