banner

Breiðablik Íslandsmeistarar unglinga í kata áttunda árið í röð

KAI_IM_Ungling_2016_sigurvegararÍslandsmeistaramót unglinga í kata fór fram í dag í Smáranum, Kópavogi, í umsjón Karatedeild Breiðabliks. Mjög góð þátttaka var á mótinu yfir 120 einstaklingar og 25 lið mættu frá 11 félögum sem er aukning frá fyrri árum.  Keppt var í 10 einstaklingsflokkum stráka og stelpna ásamt 3 flokkum í sveitakeppni.  Í elstu aldursflokkunum keppti flest okkar yngra landsliðsfólk í kata, enda eru þau að fara á tvö sterk erlend mót á næstunni, opið sænskt katamót í Stokkhólm í mars og Norðurlandameistaramót í Danmörku 9.apríl.

Þrír einstaklingar stóðu uppi sem tvöfaldir meistarar í dag, unnu einstaklingsflokka sína sem og voru í sigurliðum í hópkata, þetta eru Tómas Pálmar Tómasson, Daníel Dagur Bogason og Arna Katrín Kristinsdóttir, öll úr Breiðablik. Þegar heildarstigin höfðu verið talin þá stóð Breiðablik uppi sem sigurvegari með 31 stig og er því Íslandsmeistari unglinga 8. árið í röð.  Mótsstjóri var María Jenssen og yfirdómari var Helgi Jóhannesson.

Íslandsmeistarar í einstökum flokkum eru;
Kata piltar 12 ára, Tómas Pálmar Tómasson, Breiðablik
Kata stúlkur 12 ára, Ronja Halldórsdóttir, KFR
Kata piltar 13 ára, Daníel Dagur Bogason, Breiðablik
Kata stúlkur 13 ára, Kristún Bára Guðjónsdóttir, Akranes
Kata piltar 14 ára, Michael Már Davíðsson, KFR
Kata stúlkur 14 ára, Kamilla Buraczewska, ÍR
Kata piltar 15 ára, Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir
Kata stúlkur 15 ára, Sigríður Hagalín Pétursdóttir, KFR
Kata piltar 16-17 ára, Aron Anh Ky Huynh, ÍR
Kata stúlkur 16-17 ára, Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
Hópkata táninga12-13 ára, Tómas Pálmar Tómasson, Daníel Dagur Bogason, Tómas Aron Gíslason, Breiðablik
Hópkata táninga 14-15 ára, Helga Björg Óladóttir, Omar Muhamed, Aron Bjarkason, Þórshamar
Hópkata táninga 16 og 17 ára, Laufey Lind Sigþórsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir, Móey María Sigþórsdóttir, Breiðablik

KAI_IM_Ungling_2016_sigurvegarar

 

Íslandsmeistarar Unglinga mynd, aftari röð frá vinstri; Sigríður, Helga Björg, Omar, Viktor Steinn, Michael, Arna Katrín, Laufey Lind, Móey María, Ronja og Kamilla. Neðri röð frá vinstri; Aron Anh, Tómas Pálmar, Tómas Aron, Daníel Dagur, Kristrún Bára og Aron.

 

 

Seinna um daginn fór svo fram Íslandsmeistara barna í kata.  Um 130 krakkar og 30 lið mættu til leiks.  Þegar uppi var staðið varð Karatefélag Reykjavíkur Íslandsmeistari félaga með 23 stig.  Mótsstjóri var María Jenssen og yfirdómari var Helgi Jóhannesson.

Íslandsmeistarar í einstökum flokkum eru;
Kata barna 8 ára og yngri, Milija Pusic, Þórshamar
Kata barna 9 ára, Úlfur Kári Ásgeirsson, KFR
Kata barna 10 ára, Anna Halina Koziel, KFR
Kata barna 11 ára, Chayma Rín Hani, Breiðablik
Hópkata 9 ára og yngri, Daði Logason, Úlfur Kári Ásgeirsson, Alexander Svanur Eiríksson, KFR
Hópkata 10-11 ára, Nökkvi Benediktsson, Björn Breki Halldórsson, Aron Máni Auðunsson, KFR

KAI_IM_barna_2016_sigurvegarar

Íslandsmeistarar Barna mynd, aftari röð frá vinstri, Milija, Chayma, Anna. Neðri röð frá vinstri, Alexander, Úlfur, Daði, Nökkvi, Björn, Aron.

 

Hér má svo sjá öll úrslit dagsins: urslit_IMU_og_IMB_2016

About Helgi Jóhannesson