banner

Úrslit úr fyrsta bikar- og bushidomóti

Karatesamband_Islands_logo_webFyrsta bikarmót vetrarins

Fyrsta bikarmót vetrarins var haldið laugardaginn 1.október í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í umsjón Karatefélags Vestmannaeyjar.  Þetta er fyrsta mót sem Karatesambandi Íslands heldur fyrir utan suðvesturhorn landsins í yfir 20 ár. Góð mæting var á mótið þar sem bæði er keppt í kata og kumite, veitt eru stig fyrir efstu sætin í hvorri keppnisgrein fyrir sig og stigahæsti einstaklingurinn eftir 3 mót verður svo Bikarmeistari ársins.

Í kata karla sigraði Elías Snorrason, KFR og Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik,  sigraði í kata kvenna. Í kumite karla sigraði Máni Karl Guðmundsson, Fylki, og í kumite kvenna sigraði Telma Rut Frímannsdóttir

Helstu úrslit dagsins voru
Kata Karla
1. Elías Snorrason KFR
2. Aron Breki Heiðarsson Breiðablik
3. Sæmundur Ragnarsson Þórshamar
3. Matthías Bijan Montazeri ÍR

Kata kvenna
1. Svana Katla Þorsteinsd. Breiðablik
2. Kristín Magnúsdóttir Breiðablik
3. María Helga Guðmundsdóttir Þórshamri
3. Laufey Lind Sigþórsdóttir Breiðablik

Kumite karla
1. Máni Karl Guðmundsson Fylkir
2. Ólafur Engilbert Árnason Fylkir
3. Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Fylkir
3. Sæmundur Ragnarsson Þórshamri

Kumite kvenna
1. Telma Rut Frímansdóttir UMFA
2. Katrín Björnsdóttir Fylkir
3. Kristín Magnúsdóttir Breiðablik
3. María Helga Guðmundsdóttir Þórshamri

 

Sunnudaginn 2.október fór svo fram GrandPrix bikarmót þar sem unglingar 12-17 ára eigast við í 3 aldursflokkum, bæði í kata og kumite. Sigurvegarar dagsins í einstökum flokkum voru;

Kata 12-13 ára drengja, Tómas Pálmar Tómasson, Breiðablik
Kata 12-13 ára stúlkna, Kristrún Bára Guðjónsdóttir, KAK
Kata 14-15 ára pilta, Aron Bjarkason, Þórshamar
Kata 14-15 ára stúlkna, Sigríður Hagalín Pétursdóttir, KFR
Kata 16-17 ára piltna, Aron Anh Ky Huynh, ÍR
Kata 16-17 ára stúlkna, Laufey Lind Sigþórsdóttir, Breiðablik
kumite 12-13 ára drengja léttari, Gabríel Guðmundsson , Fylkir
kumite 12-13 ára þyngri, Samuel Ramos, Fylkir
kumite 12-13 ára telpna, Ronja Halldórsdóttir, KFR
kumite 14-15 ára pilta, Hrannar Arnasson, Fylki
kumite 14-15 ára stúlkna, Iveta Ivanova, Fylkir
kumite 16-17 ára pilta, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir
kumite 16-17 ára stúlkna, Hekla Halldórsdóttir, Fylkir

Frekari úrslit í Bushidomótinu má sjá hér: bushidomot_2016-2017_urslit_1mot

 

About Helgi Jóhannesson