banner

Svana Katla Íþróttakona Kópavogs 2016


Í gær, laugardaginn 7.janúar, fór fram Íþróttahátíð Kópavogs í Versölum, húsnæði fimleikafélagsins Gerplu.  Þar voru veittar viðurkenningar fyrir árangur ársins 2016.

Svana Katla Þorsteinsdóttir, karatekona úr Breiðablik, var útnefnd Íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2016.  Þetta er stórkostleg viðurkenning sem Svana hlýtur og óskar Karatesambandið henni til hamingju með viðurkenninguna.

Úr umsögn Íþróttaráðs Kópavogs sagði m.a.;
Eins og flestir vita þá keppir Svana Katla að mestu leiti í kata, en hún hefur verið ein sterkasta katakonan hér á landi í mörg ár, verið ósigruð hér heima síðustu misseri, verið landsliðskona yfir 6 ár og keppt með landsliðinu i hópkata síðustu ár. Svana vann til silfurverðlauna með liðinu á síðasta Norðurlandameistaramóti.

  1. Íslandsmeistari í kata kvenna
  2. Íslandsmeistari í hópkata kvenna
  3. Silfur í hópkata kvenna á Norðurlandameistaramóti
  4. Silfur í kata kvenna, Swedish Kata Throphy
  5. Gull í hópkata kvenna, Swedish Kata Throphy
  6. 5-6.sæti í kata kvenna, Banzai Cup
  7. sæti á Bikarmeistaramótaröð KAÍ 2016
  8. Gull í kata kvenna, RIG

About Helgi Jóhannesson