banner

Frábærar viðureignir í Karate á RIG 2017

Karatehluti RIG fór fram sunnudaginn 29.janúar í Frjálsíþróttahöllinni Laugardal, þar sem keppt var bæði í kata og kumite í 4 mismunandi aldursflokkum.  Yfir 120 keppendur frá 10 félögum auk 14 erlendra gesta, frá Hollandi og Englandi, tóku þátt í mótinu.  Mjög margar mjög góðar viðureignir sáust og ljóst að gott starf er unnið í karatefélögum landsins. Hápunktar dagsins voru keppnir í fullorðins flokki þar sem helsta landsliðsfólk okkar mætti erlendum keppendum. Úrslit í fullorðins flokkum voru sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Í úrslitum í kata senior kvenna mættust þær Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðablik og Katlyn Entwistle frá Englandi.  Var þetta tvísýn viðureign sem endaði með að Katlyn sigraði 3-2. Í þriðja sæti urðu þær María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri, og Laufey Lind Sigþórsdóttir, Breiðablik. Í kata senior karla mættust þeir Elías Snorrason úr KFR og Aron Anh Ky Huynh úr ÍR.  Báðir sýndu þeir frábærar kata í háum styrkleikaflokki, en svo fór að Elías bar sigur úr býtum og vann flokkinn á RIG fimmta árið í röð. Í þriðja sæti lentu þeir Jóhannes Felix Jóhannesson úr Breiðablik og Sæmundur Ragnarsson úr Þórshamri.

Í kumite kvenna opinn flokkur mættust þær Katrín Ingunn Björnsdóttir úr Fylki og Saffron Kolf frá Hollandi.  Mikill hasar var í viðureigninni og sóttu þær látlaust.  Eftir hörkuviðureign var staðan 1-1 en þar sem Katrín hafði skorað á undan þá sigraði hún.  Í þriðja sæti varð María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri.

Í kumite karla -75kg flokki mættust félagarnir Ólafur Engilbert Árnason og Máni Karl Guðmundsson, báðir úr Fylki, en þeir tveir hafa keppt lengi á móti hvor öðrum.  Sýndi þeir góðan bardaga enda báðir að undirbúa sig að fullu fyrir Evrópumeistaramót U21 sem fer fram í Búlgaríu 17-19.febrúar næstkomandi. Ólafur sigraði viðureignina 3-1, í þriðja sæti urðu Lewis Muldown og Liam Uppal báðir frá Englandi.

Í kumite +75kg flokki mættust David Coope frá Englandi og Elías Guðni Guðnason úr Fylki.  Bardaginn fór rólega af stað en endaði í góðri viðureign þar sem þeir Elías og David skiptust á að sækja.  Bardaginn endaði með sigri David 6-1. Í þriðja sæti varð Drengur Arnar Kristjánsson úr Fjölni.

Seinna um daginn var svo keppt í yngri flokkum og helstu sigurvegarar voru;
Kata Youth kvenna; Ronja Halldórsdóttir, KFR
Kata Youth karla; Alexender Bendtsen, ÍR
Kata cadet kvenna; Sigríður Hagalín Pétursdóttir, KFR
Kata cadet Karla; Aron Bjarkason, Þórshamar
Kata Junior kvenna; Katelyn Entwistle, England
Kata Junior karla; Aron Anh Ky Huynh, ÍR
Kumite youth kvenna -45kg; Pála Ölvisdóttir, Þórshamar
Kumite youth kvenna +45kg; Theodóra Pétursdóttir, Fylkir
Kumite youth karla -50 kg ; Gabriel Andri Guðmundsson, Fylkir
Kumite youth karla +50 kg; Samuel Josh, Fylkir
Kumite cadet kvenna; Iveta Ivanova, Fylkir
Kumite cadet karla -63kg; Phajan Jaffari, England
Kumite cadet karla +63kg; Mohsen Hadari, England
Kumite junior kvk; Saffron Kolf, Holland
Kumite junior karla -68kg; Omar Laåttar, Holland
Kumite junior karla +68kg; Will Thatham, England

Mótsstjórar voru María Jensen og Valgerður H. Sigurðardóttir.  Yfirdómari var Helgi Jóhannesson. Á meðfylgjandi mynd má sjá sigurvegara í fullorðins og junior flokkum. Aftari röð frá vinstri David Coope, Will Thatham, Elías Snorrason, Aron Anh Ky Huynh og Ólafur Engilbert Árnason. Neðri röð frá vinstri Katelyn Entwistle, Sigríður Hagalín Pétursdóttir, Katrín Ingunn Björnsdóttir, Saffron Kolf og Omar Laåttar.

Hér má svo sjá öll úrslit á RIG: Urslit_WOW_RIG_Karate_2017

About Helgi Jóhannesson