banner

Grand Prix mót

Almennar reglur.
1. gr. Árlega skal halda Grand Prix mót KAÍ í kumite og kata. Hvert tímabil er almanaksárið. Grand Prix mótinu skal skipta í einn, tvo, þrjá eða fjóra hluta fyrirfram. Keppt skal í hverjum hluta mótsins í kata og kumite. Grand Prix mót eru fyrir unglinga 11 til 17 ára og skal miðað við fæðingarár.

2. gr. Á Grand Prix móti í Karate skal keppt í eftirfarandi greinum:

Kata stúlkna 11 ára.
Kata stúlkna 12 ára.
Kata stúlkna 13 ára.
Kata stúlkna 14 og 15 ára.
Kata stúlkna 16 og 17 ára.
Kumite stúlkna 11 ára.
Kumite stúlkna 12 ára.
Kumite stúlkna 13 ára.
Kumite stúlkna 14 og 15 ára.
Kumite stúlkna 16 og 17 ára.
Kata pilta 11 ára.
Kata pilta 12 ára.
Kata pilta 13 ára.
Kata pilta 14 og 15 ára.
Kata pilta 16 og 17 ára.
Kumite pilta 11 ára.
Kumite pilta 12 ára.
Kumite pilta 13 ára.
Kumite pilta 14 ára.
Kumite pilta 15 ára.
Kumite pilta 16 og 17 ára.

3. gr. Keppendur keppa í sama flokki alla mótaröðina og skal miðað við fæðingarár í upphafi mótaraðar. Skráningu skal vera lokið 3 virkum dögum fyrir mót.

4. gr. Eftir hvern hluta skal gefa 10 stig fyrir fyrsta sæti, 8 stig fyrir annað sæti, 6 stig fyrir tvö þriðju sæti, 3 stig fyrir að tapa bardaga um þriðja sæti. Ef keppendur eru 3 keppa allir við alla og skal gefa 10 stig fyrir fyrsta sæti, 8 stig fyrir annað sæti og 6 stig fyrir þriðja sæti. Ef einungis einn keppandi mætir í tilteknum flokki skal hann fá 10 stig, enda hafi hann farið ósigraður frá móti. Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta sæti, annað sæti og tvö þriðju sæti á hverju móti. Eftir að öllum Grand Prix mótum tímabilsins er lokið skal þremur stigahæstu keppendunum í hverri grein veitt verðlaun. Séu tveir einstaklingar jafnir að stigum í lok Grand Prix keppninnar vinnur sá er oftar var í fyrsta sæti. Sé enn jafnt vinnur sá er oftar hefur verið í öðru sæti og svo framvegis.

5. gr. Þátttökufélagi er skylt að tilnefna stafsmenn og dómara í hlutfalli við fjölda skráðra keppenda á mót. Sjá nánar reglur um innlend mót.

6. gr. Að öðru leyti skal fylgja reglugerð um Íslandsmeistaramót í Karate og um Innlend mót.

Samþykkt af stjórn KAÍ í desember 2023. Síðast breytt 9. janúar 2026.