Innlend mót KAÍ
Reglur um Innlend mót
Almennt.
1. gr. Þessi reglugerð nær til allra móta á vegum KAÍ sem haldin eru á Íslandi. Sé nánari skilgreiningar eða kröfur gerðar í reglugerðum um viðkomandi mót skal það gilda. Framkvæmdaraðili mótanna skal vera Mótanefnd KAÍ en ef mótanefnd er ekki skipuð skal formaður KAÍ, varaformaður og gjaldkeri skipa nefndina.
2. gr. Tilkynna skal dagsetningu mótanna og dagskráratriði þeirra með minnst 14 daga fyrirvara á heimasíðu KAÍ en miðað skal við að dagskrá móta á vorönn liggi fyrir í desember og í ágúst fyrir haustönn en þó með fyrirvara þar til að staðfesting á húsnæði liggur fyrir. Þátttökutilkynningar fara í gengnum Sportdata.org og lýkur skráningu 3 virkum dögum fyrir mót, en þó getur mótanefnd ákveðið að hafa þann tíma annan.
Starfsfólk.
3. gr. Tilnefna skal yfirdómara og mótsstjóra á hverju móti. Þeir sjá um að framkvæmd móts gangi hratt og vel fyrir sig. Á Kumite mótum skal vera læknir, hjúkrunarfræðingur eða aðili með sértæka bráðmeðferðar þekkingu.
4. gr. Hvert þátttökufélag sem er með 5 eða fleiri keppendur er skylt að tilnefna 1 starfsmann og svo 1 fyrir hverja 10 keppendur til viðbótar til að öðlast keppnisrétt á móti. Félag verður áminnt við fyrsta skipti sem það uppfyllir ekki skilyrðin en getur verður vísað frá keppni ef það endurtekur sig.
5. gr. Hvert þátttökufélag er skylt að tilnefna 1 dómara með tilskilin réttindi viðurkennd af KAÍ fyrir hverja 5 keppendur. Nýtt félag sem hefur þátttöku í mótum á vegum KAÍ hefur undanþágu í 5 ár til að útvega réttindadómara. Að þeim tíma liðnum getur félagið verið sektað eða vísað frá keppni ef það getur ekki uppfyllt skilyrði þátttökuréttar.
6. gr. Mótanefnd er heimilt að sekta þau félög sem ekki senda starfsmenn, dómara eða liðsstjóra á mót samkvæmt reglum þessum. Sektir geta verið allt að fimmföld upphæð samanlagðs þátttökugjalds fyrir alla keppendur sem skráðir eru frá félaginu.
Greiðslur mótagjalda.
7. gr. Mótagjöld eru innheimt fyrir hverja skráningu á mót í samræmi við gjaldskrá KAÍ.
8. gr. Rafrænn reikningur er sendur hverju þátttökufélagi eftir að skráningu á mót líkur með gjalddaga 7 dögum frá útgáfudegi reiknings og eindaga 21 degi frá útgáfudegi reiknings. Félög geta fengið rafrænan reikning eða greiðsluseðil sendan í banka.
9. gr. Ef greiðsla berst ekki fyrir eindaga leggjast dráttarvextir ofna á kröfuna og miðast þeir við bankavexti viðskiptabanka KAÍ.
Keppnisréttur á mót.
10. gr. Þau karatefélög og deildir sem eru aðilar að KAÍ hafa keppnisrétt á innlend mót á vegum KAÍ.
11. gr. Mótanefnd er heimilt að vísa félagi frá móti, sem ekki senda starfsmenn, dómara eða liðsstjóra á mót samkvæmt reglum þessum. Mótanefnd er einnig heimilt að meina þeim félögum að taka þátt á móti sem hafa ekki greitt keppnisgjöld, félagsgjöld eða sektir sem eru komnar fram yfir eindaga.
Kærur, fundir, úrslit og skýrslur.
12. gr. Mótanefnd skal sjá um að fáanlegar séu skriflegar upplýsingar um úrslit mótsins, í vikunni eftir mótið. Úrslit skulu birt á heimasíðu KAÍ og á vefsíðu Sportdata.org.
13. gr. Kærur varðandi agabrot á mótum skulu berast aganefnd KAÍ. Aðaldómara er skylt að gera skriflega skýrslu um þau agabrot, er hann verður var við og senda aganefnd innan 14 daga frá því að móti lauk. Öðrum dómurum á mótinu er skylt að tilkynna aðaldómara um slík brot, sem þeir verða varir við og skila skýrslu um þau til hans í mótslok. Í skýrslu um agabrot skal tilgreina nafn hins brotlega, félag, stað, tíma og í hverju agabrotið er fólgið, einnig skal nefna vitni ef einhver eru.
14. gr. Ef eitthvert félag óskar þess, þá skal halda fund á næstu dögum eftir mót, þar sem rætt er um úrslit, framkvæmd, kærur og úrbætur mótsins.
Samþykkt af stjórn KAÍ 9. janúar 2026
