banner

RIG – karate

RIG – karate

Almennar reglur.

1. gr. Árlega heldur KAÍ Karate mót í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) sem nefnt er Reykjavíkurleikarnir (RIG). Keppt skal í hverjum hluta mótsins í Kata og Kumite. RIG mótið er fyrir 12 ára og eldri og skal miðað við fæðingardag.

2. gr. Á RIG móti í Karate skal keppt í eftirfarandi greinum:

Kata stúlkur 12 og 13 ára (U14)
Kata stúlkur 14 og 15 ára (Cadet).
Kata stúlkur 16 og 17 ára (Junior).
Kata kvenna (Senior).
Kata piltar 12 og 13 ára (U14)
Kata piltar 14 og 15 ára (Cadet).
Kata piltar 16 og 17 ára (Junior).
Kata karla (Senior).
Kumite stúlkur -47kg 12 og 13 ára (U14)
Kumite stúlkur +47kg 12 og 13 ára (U14)
Kumite stúlkur -54kg 14 og 15 ára (Cadet)
Kumite stúlkur +54kg 14 og 15 ára (Cadet)
Kumite stúlkur -59kg 16 og 17 ára (Junior)
Kumite stúlkur +59kg 16 og 17 ára (Junior)
Kumite kvenna -61kg (Senior)
Kumite kvenna +61kg (Senior)

Kumite piltar -45kg 12 og 13 ára (U14)
Kumite piltar -50kg 12 og 13 ára (U14)
Kumite piltar +50kg 12 og 13 ára (U14)
Kumite piltar -63kg 14 og 15 ára (Cadet)
Kumite piltar +63kg 14 og 15 ára (Cadet)
Kumite piltar -68kg 16 og 17 ára (Junior)
Kumite piltar +68kg 16 og 17 ára (Junior)
Kumite karla -75kg (Senior)
Kumite karla +75kg (Senior)

3. gr. Skráningu skal vera lokið 10 dögum fyrir mót og skal skrá samkvæmt fæðingardegi og þyngd í Kumite. Mótanefndin getur skipt upp stórum flokkum eða breytt flokkum í Kumite í þyngdarflokka. Í Kata er keppt eftir útsláttarkerfi með uppreisn en í Kumite er miðað við Round Robin (allir á móti öllum) ef keppendur eru færri en 6 annars er skipt í tvo hópa þar sem sigurvegararnir úr hvorum flokki keppa til úrslita.

4. gr. Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta sæti, annað sæti og tvö þriðju sæti. Ef keppendur í Kumite eru 5 eða færri er veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin.

5. gr. Þátttökufélagi er skylt að tilnefna stafsmenn og dómara í hlutfalli við fjölda skráðra keppenda á móti. Sjá nánar reglur um innlend mót.

6. gr. Stjórn KAÍ getur boðið erlendum keppendum að taka þátt á mótinu og er þá viðkomandi undanþegin kröfu um að útvega starfsmanna, liðsstjóra og dómara.

7. gr. Að öðru leyti skal fylgja reglugerð um Íslandsmeistaramót í Karate og um Innlend mót.

Samþykkt af stjórn KAÍ 9. janúar 2026.