banner

27. Karateþing

27. Karateþing var haldið laugardaginn 22. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Fjöldi fulltrúa frá karatefélögunum tók þátt í þingstörfum. Ingi Þór Ágústsson, í framkvæmdasstjórn ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.

Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu, td. um breytingar á mótahaldi næsta vetur, skiptingu á flokkum á íslandsmótum og um gjaldgengi á mótum.
Töluverðar umræður urðu um tillögurnar og var þeim síðan vísað til nýrrar stjórnar til eftirfylgni.
Einnig var Afreksstefna KAÍ 2014 – 2016 lögð fyrir þingið og var hún samþykkt einróma.

Reinharð Reinharðsson var endurkjörinn sem formaður sambandsins.
Einn stjórnarmaður gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og kom Anna Olsen, frá Aftureldinu, inn í aðalstjórn.

Þingfulltrúar á 27. Karateþingi 22. febrúar 2014

Þingfulltrúar á 27. Karateþingi 22. febrúar 2014

About Reinhard Reinhardsson