banner

Author Archives: Reinhard Reinhardsson

Reglur KAÍ um sóttvarnir vegna COVID-19

Sæl öll. ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöld hafa samþykkt eftirfarandi reglur vegna keppni og æfinga í Karatefélögum og -deildum sem gilda frá 15. júní 2021. Vinsamlegast farið eftir þeim á keppnum og æfingum á tímabilinu. COVID-19 leiðbeiningar KAÍ 15-06-2021 Stjórnin

Nýr landsliðsþjálfari í kata

Stjórn Karatesambandsins skrifaði í dag undir samning við Maríu Helgu Guðmundsdóttur um að taka að sér þjálfun landsliðsins í kata frá og með 1. júní 2021 og út nóvember 2021. Unglinga og fullorðins landsliðin mun nú verða sameinuð í einn landsliðshóp í kata en úr honum verða valdið keppendur í ákveðin verkefni. Auk þess gætu […]

Félagaskipti

Stjórn Karatesambandsins samþykkti á fundi sínum 28. maí 2021, félagaskipti Ingólfs Snorrasonar, kt. 060374-4819 og Viktoríu Snorradóttur, kt. 050205-3120 frá Karatedeild Fylkis til Karatefélags Reykjavíkur. Þau eru bæði gjaldgeng til að keppa fyrir KFR frá og með 1. september 2021.

Íslandsmeistaramótið í kata fullorðinna 2021

Íslandsmeistaramótið í kata fullorðinna 2021 fór fram laugardaginn 29. maí í Íþróttahúsi Menntavísindasviðs HÍ, Háteigsvegi. Mótið hófst kl. 10.30 og úrslit hófust kl. 13.00. 18 keppendur og 5 hópkatalið frá 7 karatefélögum og -deildum tóku þátt í mótinu. Landsliðskonurnar Freyja Stígsdóttir og Oddný Þórarinsdóttir, Aftureldingu, áttust við í úrslitum í kata kvenna og varði Freyja […]

Íslandsmeistarmót fullorðinna í kata 2021

Íslandsmeistaramót fullorðinni í kata fer fram laugardaginn 29. maí í Íþróttahúsi Menntavísindasviðs HÍ, Háteigsvegi. Mótið hefst kl. 10.30 á undanúrslitum en úrslitin hefjast kl. 13.00. 18 keppendur frá 7 Karatefélögum og -deildum eru skráð til leiks auk 5 hópkata-liða. Báðir Íslandsmeistarar síðasta árs taka þátt í mótinu og stefna á að verja titla sína. Allt […]

Formannafundur KAÍ 15. maí

Formannafundur Karatesambandsins var haldinn laugardaginn 15. maí í veislusal Breiðabliks, Smáranum, milli kl. 9.00 – 10.00. Um 17 fulltrúar frá 10 karatefélögum og -deildum sóttu fundinn auk stjórnar KAÍ. Formaður Karatesambandsins, Reinharð Reinharðsson, stýrði fundinum. Helstu mál sem voru kynnt og rædd voru: A) Starfsmaður KAÍ: Bjarni Ólafur Eiríksson, afreksstjóri. Yfirumsjón með landsliðsverkefnum, afrekshópum, samskipti […]

Íslandsmeistaramót unglinga og barna í kata 2021

Post Image

Íslandsmeistaramót unglinga 12 – 17 ára í kata fór fram laugardaginn 15. maí í Smáranum, Kópavogi og hófst kl. 11.00. Um 60 keppendur og 14 hópkata lið voru skráð til leiks frá 10 karatefélögum og -deildum. Margir ungir og efnilegir keppendur stigu á stokk á mótinu. Hluti sigurvegara á ÍMU kata Karatefélag Reykjavíkur stóð uppi […]

Íslandsmeistaramót í kata unglinga og barna um helgina.

Íslandsmeistaramót unglinga 12 – 17 ára í kata fer fram laugardaginn 15. maí í Smáranum, Kópavogi og hefst kl. 11.00. Um 60 keppendur og 14 hópkata lið eru skráð til leiks frá 10 karatefélögum og -deildum. Íslandsmeistaramót barna 11 ára og yngri fer síðan fram sunnudaginn 16. maí á sama stað. Þar eru um 110 […]

Nýir dómarar í kata

Karatesambandið stóð fyrir dómaranámskeiði í kata föstudaginn 14.maí 2021. Helgi Jóhannesson, EKF Referee, sá um námskeiðið þar sem farið var í keppnisreglur WKF útgáfu 2020, auk þess sem farið var yfir nokkur video af kata til að skýra reglur betur út. Í framhaldi af fyrirlestrinum var haldið skriflegt og verklegt próf. Fín þátttaka var á […]

Upplýsingar til félaga vegna ÍMU og ÍMB í kata 2021.

Bæði mótin fara fram í Smáranum, Kópavogi, laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. maí. Vegna sóttvarnaraðgerða stjórnvalda eru áhorfendur ekki leyðir á mótunum. Þeir sem nú þegar eru skráðir í Spordata fá aðgang að keppnissalnum. Veitingasala verður ekki á mótinu. Keppendur og liðsstjórar þurfa því að hafa með sér nesti. Dráttur í keppnisflokkum verður birtur á […]