banner

Breiðablik Íslandsmeistara unglinga í kata sjöunda árið í röð

Íslandsmeistaramót unglinga í kata fór fram í dag í Smáranum, Kópavogi, í umsjón Karatedeild Breiðabliks. Mjög góð þátttaka var á mótinu yfir 110 einstaklingar og 25 lið mættu frá 11 félögum sem er aukning frá fyrri árum.  Keppt var í 10 einstaklingsflokkum stráka og stelpna ásamt 3 flokkum í sveitakeppni.  Þess má geta að elstu unglingarnir eru margir hverjir að fara á opna sænska meistaramótið í kata sem fer fram í Malmö 21.mars næstkomandi en sami hópur mun einnig keppa á Íslandsmeistaramóti Fullorðinna í kata sem fer fram 7.mars næstkomandi.  Þegar heildarstigin höfðu verið talin þá stóð Breiðablik uppi sem sigurvegari með 40 stig og er því Íslandsmeistari unglinga 7 árið í röð.  Mótsstjóri var Þrúður Sigurðar, yfirdómari var Helgi Jóhannesson.

Íslandsmeistarar í einstökum flokkum eru;
Kata piltar 12 ára, Daníel Dagur Bogason, Breiðablik
Kata stúlkur 12 ára, Kristrún Bára Guðjónsdóttir, Akranes
Kata piltar 13 ára, Máni Hákonarson, Afturelding
Kata stúlkur 13 ára, Freyja Stígsdóttir, Þórshamar
Kata piltar 14 ára, Guðjón Már Atlason, Fjölnir
Kata stúlkur 14 ára, Sigríður Hagalín, KFR
Kata piltar 15 ára, Guðjón Þór Jósefsson, KFR
Kata stúlkur 15 ára Mary Jane P. Rafel, Leiknir
Kata piltar 16-17 ára, Aron Anh Ky Huynh, Leiknir
Kata stúlkur 16-17 ára, Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
Hópkata táninga12-13 ára,Manh Vu Duong, Elías Moussa Adamsson, Agnar Már Másson, Þórshamar
Hópkata táninga 14-15 ára, Guðbjörg Hera Gunnarsdóttir, Móey María Sigþórsdóttir, Freyja Benediktsdóttir, Breiðablik.
Hópkata táninga 16 og 17 ára, Laufey Lind Sigþórsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir, Baldur Benediktsson, Breiðablik

KAI_IM_unglinga_kata_2015

 

 

 

 

 

 

 

Íslandsmeistarar Unglinga mynd, efri röð frá vinstri; Móey, Guðbjörg, Freyja, Guðjón, Katrín, Laufey, Arna, Mary, Baldur, Aron, Guðjón, Máni. Neðri röð frá vinstri; Daníel, Sigríður, Agnar, Manh, Elías, Kristrún, Freyja.

Seinna um daginn fór svo fram Íslandsmeistara barna í kata.  Yfir 160 krakkar og 35 lið mættu til leiks.  Þegar uppi var staðið varð Karatefélag Reykjavíkur Íslandsmeistari félaga með 18 stig.  Mótsstjóri var Þrúður Sigurðar, yfirdómari var Helgi Jóhannesson.

Íslandsmeistarar í einstökum flokkum eru;
Kata barna 8 ára og yngri, Flóki Kjartansson Nerby, Þórshamar
Kata barna 9 ára, Anna Halina Koziel, KFR
Kata barna 10 ára, Hugi Halldórsson, KFR
Kata barna 11 ára, Tómas Pálmar Tómasson, Breiðablik
Hópkata 9 ára og yngri, Vincent Louie P. Rafael, Agatha Ylfa Ólafsdóttir, Daníel Sean Hayes, Leiknir
Hópkata 10-11 ára, Tómas Pálmar Tómasson, Baldvin Dagur Rafnarsson, Sindri Snær Sigurðsson, Breiðablik

KAI_IM_Barna_2015

Íslandsmeistarar Barna mynd, efri röð frá vinstri; Agatha, Hugi, Baldvin, Sindri, Tómas. Neðri röð frá vinstri; Anna, Daníel, Flóki, Vincent.

Hér má svo sjá öll úrslit dagsins;

Íslandsmeistaramót unglinga í kata 2015_Úrslit
Íslandsmeistaramót barna í kata 2015_Úrslit

About Helgi Jóhannesson