banner

Nýir dómarar í kata

wkf_logo

 

Karatesambandið stóð fyrir dómaranámskeiði í kata 20.febrúar og sá Helgi Jóhannesson, EKF Referee, um námskeiðið, sem haldið var í ráðstefnusal ÍSÍ og í sal Karatefélags Reykjavíkur. Ágætis þátttaka var á námskeiðið þar sem farið var yfir nýjar WKF keppnisreglur í kata, útgáfu 9.0, sem tóku gildi 1.janúar 2015. Af þeim sem sóttu námskeiðið, fóru 6 í skriflegt próf og 5 í verklegt próf.

 

Nýir dómara, Kata B-dómari eru;
Bogi Benediktsson, Þórshamar
Brynjar M. Ólafsson, Þórshamar
Ævar Austfjörð, Karatefélag Vestmannaeyja

Þeir sem fengu uppfærð réttindi, Kata A-dómari;
Halldór Pálsson, Þórshamar
María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar

Auk þess sem Reinharð Reinharðsson, KFR, endurnýjað réttindi sín sem karatedómari.

About Helgi Jóhannesson