banner

Nýir kumite dómarar

KAI_domaranamskeid_kumite_sept2015Karatesambandið stóð fyrir dómaranámskeiði í kumite föstudaginn 25.september síðastliðinn í Ráðstefnusal-D, ÍSÍ, Laugardal. Helgi Jóhannesson, EKF Referee, sá um námskeiðið sem var í formi fyrirlesturs og í framhaldi af honum var haldið skriflegt próf fyrir þá sem það kjósa. Farið var yfir nýjar keppnisreglur WKF 9.0.

Góð þátttaka var á námskeiðinu, um 25 manns frá 6 karatefélögum mættu, og vill Karatesambandið koma á framfæri þakklæti fyrir góð viðbrögð við óskum um betri þátttöku í starfi sambandsins.

Á laugardeginum, 26.september, á meðan Bushido bikarmóti unglinga fór fram, var haldið verklegt próf.  Til að ná prófi og fá Judge-B réttindi í kumite, þarf að standast bæði skriflegan og verklegan hluta prófsins.

Nýir dómarar í kumite eru;
Elías Guðni Guðnason, Fylkir, Kumite Judge-B
Sæmundur Ragnarsson, Þórshamri, Kumite Judge-B

Við óskum þeim til hamingju með áfangann.

About Helgi Jóhannesson