banner

Tvö silfur og fjögur brons á NM

KAI_2016_NM_verdlaunÍ gær, laugardaginn 8.apríl, fór fram Norðurlandameistaramótið í karate sem haldið var í Ålaborg, Danmörku. Ísland var með 21 keppanda á mótinu og stóðu þau sig öll vel.  Hópkataliðið okkar í kvennaflokki fékk silfurverðlaun eftir að hafa mætt danska hópkataliðinu í úrslitum, þar sem okkar lið framkvæmdi kata Enpi.

Í einstaklingsflokkum stóð María Helga Guðmundsdóttir best þegar hún keppti í -55kg flokki.  Í fyrstu umferð mætti María Sabina Laaveri frá Svíþjóð, María vann viðureignina 3-2, í annarri umferð mætti María hinni dönsku Amalie Poulsen og fór létt með hana, viðureignin endaði 5-1 fyrir Maríu.  Í úrslitum mætti María Helga Ariana Alic frá Noregi, sú viðureign var jöfn þó svo að sú norska hafi unnið 7-2. Þess má geta að María Helga mætti þeirri norsku svo í liðakeppni og þá vann María viðureign þeirra 6-1.

Í juniorflokki endaði Máni Karl Guðmundsson uppi með brons í kumite -61kg. Máni vann Oliver Danielsen frá Danmörku í fyrstu viðureign 2-0 en í undanúrslitum tapaði hann fyrir Daniel Johnsen frá Noregi. Í viðureigninni um 3ja sætið mætti Máni Malek Refai frá Svíþjóð í jafnri viðureign, Máni Karl stóð uppi sem sigurvegari og bronsið hans.

Í junior kumite -59kg keppti Edda Kristín Óttarsdóttir við Oona Tammisto frá Finnlandi þar sem Edda sigraði 5-0, í undanúrslitum tapaði Edda fyrir Heliose Hedbom frá Svíþjóð. Í viðureigninni um bronsið mætti Edda Pernille Stumberg frá Noregi í jöfnum og skemmtilegum bardaga sem Edda stýrði allan tímann og stóð uppi sem sigurvegari og bronsið því hennar.

Í cadetflokki keppti Embla Kjartansdóttir í kumite -47kg, Embla tapaði fyrir Amalie Pedersen frá Noregi í fyrstu viðureigninni, en í bardaganum um bronsið vann hún Emmelie Sode frá Danmörku 5-0.

Í cadet kumite -70kg mætti Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson Johannes Korpela frá Finnlandi en sá finnski vann 4-1. Ágúst fékk uppreisn og réttinn til að berjast um 3ja sætið þar sem hann mætti Christian Bendiksen frá Noregi, sú viðureign var jöfn en Ágúst skoraði gott stig og vann 1-0 og því bronsið hans.

Aðrir keppendur okkar stóðu sig einnig mjög vel, margir áttu mjög góðan dag og voru í baráttu um bronsverðlaun en biðu lægri hlut.  Greinilegt er að liðið okkar er að styrkjast og vera betra.

Verðlaun Íslands á NM 2016;
Silfur í hópkata kvenna; Arna Katrín Kristinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir
Silfur í kumite kvenna -55kg; María Helga Guðmundsdóttir
Brons í kumite junior -61kg; Máni Karl Guðmundsson
Brons í kumite junior -59kg; Edda Kristín Óttarsdóttir
Brons í kumite cadet -47kg; Embla Kjartansdóttir
Brons í kumite cadet -70kg; Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson

Á meðfylgjandi mynd má svo sjá verðlaunahafa okkar, frá vinstri Kristín Magnúsdóttir, Máni Karl Guðmundsson, Embla Kjartansdóttir, María Helga Guðmundsdóttir, Edda Kristín Óttarsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir og Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson.

Hér má svo sjá úrslit mótsins: Results_Nordic_Championship_2016

Hér má svo sjá hvernig allar viðureignir (draw records) fóru, því miður þá virðist sem uppreisnir og viðureignir um 3ja sætið fylgi ekki með: Nordic_Championship_2016_WKF_Karate_draw_records_final

Video frá velli 1: https://www.youtube.com/watch?v=n5J35ehcUJY

Video frá velli 2: https://www.youtube.com/watch?v=-wJZdOIK8vU

Video frá velli 3: https://www.youtube.com/watch?v=ebB2-yIy3fo

Video frá úrslitum: https://www.youtube.com/watch?v=Wb5n6wQfQAk

About Helgi Jóhannesson