banner

Þriðja bikar og bushidomót vetrarins

Karatesamband_Islands_logo_webÞriðja bikar og bushidomót vetrarins fer fram laugardaginn 23.apríl næstkomandi. Mótin verða haldin í Dalhúsum, Grafarvogi, í umsjón karatedeildar Fjölnis.  Bikarmótið hefst kl.09:00 mæting kl. 08:30. Bushidomótið hefst kl.12:00, mæting kl.11:30.

Uppskeruhátíð fyrir bikar og bushidomóta röðina verður svo á sama stað um kvöldið milli kl.19-21.  Þar verða krýndir bikarmeistarar karla og kvenna ásamt því að bushido bikarmeistara verða krýndir.

Staðan á bikarmótinu er mjög spennandi þar sem stutt er á milli þeirra 3 einstaklinga sem eru efstir eftir 2 mót, eins og sjá má hér fyrir neðan;

Karlaflokkkur:
Aron Anh Ky huynh, ÍR 21 stig
Elías Snorrason, KFR, 20 stig
Sæmundur Ragnarsson,  Þórshamar, 20 stig

Kvennaflokkur:
María Helga Guðmundsdóttir, þórshamar, 25 stig
Svana katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik, 23 stig
Telma Rut Frímansdóttir, UMFA, 19 stig

Hér má svo sjá úrdrætti fyrir mótið:
Bikarmot_no3_april2016_utsent
Bushidomot_no3_april2016_utsent

About Helgi Jóhannesson