banner

Katalandsliðið á Swedish Kata Throphy 2017

Laugardaginn 25.febrúar næstkomandi fer fram sterkt sænskt katamót  í Stokkhólm, Swedish Kata Throphy. Íslenskir keppendur hafa tekið þátt í þessu móti síðustu ár með góðum árangri, í ár fara 4 landsliðsmenn frá okkur á mótið. Kata Throphy hefur í gegnum tíðina verið mjög sterkt katamót með keppendum frá yfir 10 þjóðlöndum og er eins í ár. Íslensku keppendurnir notar þetta mót sem undirbúning fyrir Norðurlandameistaramótið sem fer fram í Eistlandi 8.apríl næstkomandi.

Íslensku keppendurnir eru;
Elías Snorrason, KFR
Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
Aron Anh Huynh, ÍR
Svana katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik

Á meðfylgjandi mynd má sjá landsliðsfólkið, frá vinstri Arna Katrín, Svana Katla, Aron Anh og Elías.

About Helgi Jóhannesson