banner

Aron Anh Ky Huynh, ÍR og María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri bikarmeistarar 2016-2017

Föstudaginn 24. mars fór fram þriðja og síðasta bikarmót vetrarins í karate, mótið var haldið í Fylkisselinu, Norðlingaholti í umsjón Karatedeildar Fylkis.

Mikil spenna var fyrir mótið um hver yrði bikarmeistari í karla og kvennaflokki, þar sem litlu munaði á efsta fólki eftir tvö fyrstu mótin. Bikarmeistari verður sá einstaklingur sem er stigahæstur eftir 3 mót þar sem stig úr kata og kumite eru lögð saman, 10 stig fást fyrir 1.sæti, 8 stig fyrir 2.sætið og 6 stig fyrir 3.sætið.

Staðan í karlaflokki var mjög jöfn fyrir síðasta mótið. Elías Snorrason, KFR, með 20 stig og Matthías B. Montazeri, ÍR, einnig með 20 stig. Næstu fjórir karlar voru síðan með 15-16 stig í mótaröðinni. Eftir þau þrjú mót sem mynduðu bikarmótaröðina þetta árið, stóð Aron Anh uppi sem sigurvegari með 28 stig og er því bikarmeistari karla í karate 2017, annað árið í röð. Í öðru sæti varð Elías Snorrason með 26 stig og Ólafur Engilbert Árnason, Fylki, í þriðja sæti, einnig með 26 stig.

Í kvennaflokki var ekki síðri spenna, enda voru allar okkar bestu karatekonur þátttakendur í mótaröðinni í ár. Fyrir síðasta mótið var María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri, með 24 stig, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik, með 23 stig og Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylki, með 16 stig.  Þegar stigin voru talin við lok þriðja mótsins stóð María Helga uppi sem sigurvegari með 38 stig og er því bikarmeistari kvenna í karate 2017 og einnig annað árið í röð. Í öðru sæti varð Svana Katla með 33 stig og í þriðja sæti Katrín Ingunn með 24 stig.

Laugardaginn 25. mars, fór fram þriðja Bushido bikarmótið sem er mótaröð fyrir 12-17 ára unglinga, þar sem keppt er í kata og kumite, skipt í aldursflokka en aldursflokkar ráðast af aldri keppenda þegar mótaröðin hefst að hausti.  Þau sem stóðu uppi sem sigurvegarar og Bushido bikarmeistarar eru;

Kata 12-13 ára drengir, Tómas Pálmar Tómasson, Breiðablik
Kata 12-13 ára stúlkur, Ronja Halldórsdóttir, KFR
Kata 14-15 ára drengir, Aron Bjarkason, Þórshamar
Kata 14-15 ára stúlkur, Sigríður Hagalín Pétursdóttir, KFR
Kata 16-17 ára drengir, Aron Anh ky Huynh, ÍR
Kata 16-17 ára stúlkur, Arna Katrín Kristinsdóttir. Breiðablik
Kumite drengja 12-13 ára  45kg mínus, Hermann CH Haraldsson, Fjölni
Kumite drengja 12-13 ára 45kg plús, Samuel Josh Ramos, Fylkir
Kumite pilta 14-15 ára, Michael Már C. Davíðsson, KFR
Kumite pilta 16-17 ára, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir
Kumite stúlkna 12 og 13 ára, Ísold Felixdóttir, Fylkir og Ronja Halldórsdóttir, KFR
Kumite stúlkna 14 og 15 ára, Iveta Ivanova, Fylkir
Kumite stúlkna 16 og 17 ára, Hekla Halldórsdóttir, Fylkir

Á meðfylgjandi mynd má sjá bikarmeistarana, Maríu Helgu og Aron Anh.

Á seinni myndinni má sjá sigurvegara úr Bushidomótaröðinni, frá vinstri: Samuel, Ronja, Tómas, Iveta, Hekla, Ísold, Aron, Hermann, Michael, Sigríður, Arna, Aron Anh og Ágúst.

About Reinhard Reinhardsson