banner

Íslandsmeistaramót unglinga í kata 2018

Íslandsmeistaramót unglinga í kata fór fram sunnudaginn 15. apríl í Íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum.
Keppt var í einstaklings kata 12 – 17 ára og liðakeppni í kata. 87 keppendur frá 10 félögum voru skráðir til leiks auk 18 hópkataliða. Keppt var á 3 völlum samtímis.

Eftir skemmtilegar viðureignir fóru leikar svo að Karatefélag Reykjavíkur stóð uppi sem Félagsmeistari unglinga í kata 2018 og batt þar með enda á níu ára samfelda sigurgöngu Karatedeildar Breiðabliks.

Yfirdómari á mótinu var Helgi Jóhannesson og Karatedeild Breiðabliks sá um mótshaldið.

Allir verðlaunahafar í mótslok

Íslandsmeistarar unglinga í kata 2018

Íslandsmeistarar unglinga í kata:
Kata piltar 12 ára: Nökkvi Benediktsson KFR
Kata stúlkur 12 ára: María Bergland KFA
Kata piltar 13 ára: Hugi Halldórsson KFR
Kata stúlkur 13 ára: Ylfa Sól Þrastardóttir Fjölnir
Kata piltar 14 ára: Tómas Pálmar Tómason Breiðablik
Kata stúlkur 14 ára: Ronja Halldórsdóttir KFR
Kata piltar 15 ára: Tómas Aron Gíslason Breiðablik
Kata stúlkur 15 ára: Freyja Rósinkrans Bing Þórshamar
Kata piltar 16-17 ára: Aron Bjarkason Þórshamar
Kata stúlkur 16-17 ára: Sigríður Hagalín Pétursdóttir KFR

Hópkata táninga 12 og 13 ára: KFR 1 (Aron, Björn og Nökkvi) KFR
Hópkata táninga 14 og 15 ára: Breiðablik A (Bjarni, Tómas A. og Tómas Pálmar) Breiðablik
Hópkata táninga 16 og 17 ára: KFR 3 (Hugi, Ronja og Sigríður Hagalín) KFR

Heildarúrslit

About Reinhard Reinhardsson