Sautján verðlaun á Katapokalen
Íslenskir keppendur gerðu sigurför á sænska bikarmótið Katapokalen í Stokkhólmi, sem fram fór í dag.
Þrír keppendur komust í úrslit í sínum einstaklingsflokkum. Hæst ber þar árangur Oddnýjar Þórarinsdóttur, sem varð í 2. sæti flokki 14-15 ára stúlkna. Flokkurinn var sá langstærsti á mótinu og firnasterkur, en alls voru 38 stúlkur skráðar til leiks. Oddný framkvæmdi fimm mismunandi kata af miklu öryggi og skákaði öllum andstæðingum sínum nema sænsku landsliðsstúlkunni Hönnu Skogström. Auk Oddnýjar kepptu þau Anna Koziel og Björn Breki Halldórsson til úrslita, í 12 ára flokkum stelpna og stráka, eftir að hafa sigrað þrjá andstæðinga hvort í undanrásum.
Þá stóðu hópkatalið Íslands sig með miklum glæsibrag í dag. Í U14 ára flokki unnu þeir Hugi, Björn Breki og Nökkvi þrjár viðureignir og tóku heim gullið í átta liða flokki. Þá gerðu hinir 15 ára gömlu Tómas Pálmar, Bjarni og Tómas Aron sér lítið fyrir og urðu meistarar í fullorðinsflokki. Þeir eru aðeins 15 ára gamlir, en unglinga- og fullorðinsflokkarnir voru sameinaðir svo þeir fengu að sýna hvað í þeim býr á móti fullorðnum mótherjum.
Einnig má nefna vasklega frammistöðu junioranna Þórðar Jökuls Henryssonar og Freyju Stígsdóttur. Þórður keppti alls níu viðureignir og Freyja sjö, og unnu bæði fimm viðureignir. Þórður náði 5. sætinu í bæði fullorðinsflokki og 16-17 ára flokki, og Freyja tók 3. sæti í 16-17 ára flokki og komst í 8 manna úrslit í fullorðinsflokki.
Allt A-landsliðið og unglingalandsliðið tók þátt í mótinu, alls 21 keppendur, og unnu þau tvö gull, þrjú silfur og sjö brons. Samtals keppti landsliðið 78 viðureignir á mótinu og vann 49 þeirra.
Einnig tóku ungir og efnilegir keppendur úr KFR og ÍR þátt í mótinu og unnu eitt gull, eitt silfur og þrjú brons. Dunja Dagný Minic átti sérlega flottan sprett að gullinu í B-flokki 11 ára stelpna. Íslensku verðlaunin urðu því alls sautján talsins.
Verðlaun Íslendinga á mótinu:
Gull:
Hugi, Björn og Nökkvi, hópkata U14
Bjarni, Tómas Aron, Tómas Pálmar, hópkata karla
Dunja Dagný Minic (ÍR), kata 11 ára stelpna, skemmra kominna
Silfur:
Anna Halina Koziel, kata 12 ára stelpna
Björn Breki Halldórsson, kata 12 ára stráka
Oddný Þórarinsdóttir, kata 14-15 ára stúlkna
Embla, Jón Bergur, Eðvarð (KFR), hópkata U11 ára
Brons:
Aron Anh Ky Huynh, kata karla
Freyja Stígsdóttir, kata 16-17 ára stúlkna
Hugi Halldórsson, kata 13 ára stráka
Magnea Björt Jóhannesdóttir, kata 13 ára stelpna
María Bergland Traustadóttir, kata 12 ára stelpna
Nökkvi Benediktsson, kata 12 ára stráka
Tómas Pálmar Tómasson, kata 14-15 ára pilta
Embla Rebekka Halldórsdóttir (KFR), kata 10 ára
Daði Logason (KFR), kata 11 ára
Úlfur, Daði og Alexander (KFR), hópkata U14 ára