banner

Katalandsliðið á tvö mót um helgina

Aftari röð f/v: Freyja, Þórður, Svana og Helgi. Fremri röð f/v: Oddný, Tómas og Eydís.

A-landsliðið í kata verður á faraldsfæti um helgina og keppir á opnu bikarmótunum Gothenburg Open í Gautaborg, Svíþjóð, og Gladsaxe Cup í Kaupmannahöfn í Danmörku.

Keppendahópinn skipa:

  • Eydís Magnea Friðriksdóttir, Fjölni, kadett (14-15 ára)
  • Freyja Stígsdóttir, Þórshamri, junior (16-17 ára) og senior (16+ ára)
  • Oddný Þórarinsdóttir, Aftureldingu, kadett (14-15 ára)
  • Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðabliki, senior (16+ ára)
  • Tómas Pálmar Tómasson, Breiðabliki, kadett (14-15 ára)
  • Þórður Jökull Henrysson, Aftureldingu, junior (16-17 ára) og senior (16+ ára)

Með í för er Helgi Jóhannesson, landsliðsþjálfari í kata.

About María Helga Guðmundsdóttir