banner

Björgvin í öðru sæti í Englandi

Ísland átti fjóra keppendur á Central England Karate Open í Worcester 17. nóvember,
en hópinn skipuðu þau Aron Bjarkason, Björgvin Snær Magnússon, Ronja Halldórsdóttir og Nökkvi Snær Kristjánsson.

Mótið skipar stóran sess í íþróttinni á Bretlandseyjum þar sem mótið telst úrtökumót fyrir Enska landsliðið.
Besta árangri dagsins náði Björgvin Snær Magnússon, en hann keppti til úrslita í -63 kg. flokki 14 til 15 ára og varð í öðru sæti.
Keppendur Íslands kepptu allir í unglingaflokkum og áttu bæði erfiðar og skemmtilegar viðureignir.

About Reinhard Reinhardsson