1. Bikarmót KAÍ 2021
Fyrsta Bikarmót KAÍ 2021 fór fram í Fylkishöllinni, laugardaginn 27. febrúar.
Vegna sóttvarnaraðgerða stjórnvalda var ákveðið að færa keppendur 16-17 ára sem áttu að keppa á 1. GP mótinu yfir á Bikarmótið. Því var keppt í 16-17 ára flokkum í kata og kumite auk opnum flokkum fullorðinna í kata og kumite.
28 keppendur voru skráðir til leiks frá 10 félögum. Engir áhorfendur voru leyfðir á mótin en streymt frá því á Youtube síðu Karatesambandsins.
Mótsstjóri var María Jensen og yfirdómari Pétur Freyr Ragnarsson.