banner

Íslandsmeistaramótið í kata fullorðinna 2021

Íslandsmeistaramótið í kata fullorðinna 2021 fór fram laugardaginn 29. maí í Íþróttahúsi Menntavísindasviðs HÍ, Háteigsvegi. Mótið hófst kl. 10.30 og úrslit hófust kl. 13.00.

18 keppendur og 5 hópkatalið frá 7 karatefélögum og -deildum tóku þátt í mótinu.

Landsliðskonurnar Freyja Stígsdóttir og Oddný Þórarinsdóttir, Aftureldingu, áttust við í úrslitum í kata kvenna og varði Freyja Stígsdóttir, Þórshamri, titil sinn frá fyrra ári.

Í kata karla áttust þeir Þórður Jökull Henrysson, Aftureldingu, og Tómas Pálmar Tómasson, Breiðabliki, við og varð niðurstaðan sú sama og í árið áður. Þórður Jökull stóð uppi sem Íslandsmeistari annað árið í röð.

Hóplatalið Breiðabliks 1, sigraði í liðakeppni karla annað árið í röð og hópkatalið Þórshamars bar sigurorð af hópkataliði Karatefélags Reykjavíkur í kvennaflokki.

Karatefélag Reykjavíkur varð síðan sigurveigari félagsliða með 11 stig samanlagt, einu stigi á undan Breiðablik.

Yfirdómari á mótinu var Kristján Ó. Davíðsson og mótsstjóri María Jensen.

Freyja Stígsdóttir og Þórður Jökull Henrysson

Allir vinningshafar mótsins

Oddný, Freyja, Eydís og Sigríður

Tómas, Þórður, Hugi og Elías

Heildarúrslit

Steymt var frá mótinu á Youtube-rás Karatesambandsins: https://youtu.be/r3JxDKW_7xY

About Reinhard Reinhardsson