banner

Evrópumót ungmenna í karate 2021

Sex keppendur frá Íslandi taka þátt í Evrópumóti ungmenna í karate dagana 20. – 22.ágúst en mótið fer fram í Tampere, Finnlandi.
Mótið átti að fara fram í febrúar á þessu ári en var frestað vegna Covid-19 bylgju sem þá gekk yfir Finnland.

Þau sem keppa eru Iveta Ivanova, Samuel Josh Ramos og Hugi Halldórsson í kumite og Þórður Jökull Henrysson, Tómas Pálmar Tómasson og Oddný Þórarinsdóttir í kata.

María, Þórður, Samuel, Iveta, Oddný, Tómas, Hugi og Sadik.

Með í ferðinni verða landsliðsþjálfararnir, María Helga Guðmundsdóttir í kata og Sadik Aliosman Sadik í kumite.
Helgi Jóhannesson, EKF referee, mun dæma á mótinu.

Fararstjóri er Elías Guðni Guðnason og Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ, er einnig með í ferðinni.

About Reinhard Reinhardsson