banner

Nýtt landslið í kumite

Æfingabúðir með nýjum landsliðsþjálfara í kumite fóru fram dagana 10. – 12 september Í fylkisselinu.

Um 26 karateiðkendur komu með þjálfurum sínum á fyrstu æfingarnar sem voru öllum opnar. Eftir þrjár langar og strangar æfingar valdi Sadik Sadik, landsliðsþjálfari í kumite, 14 einstaklinga til að vinna með næstu mánuði og í verkefni til áramóta. Á sunnudeginum vann hann með þeim sem hann hafði valið að bættri tækni og taktík.

Þeir sem ekki voru valdir nú um helgina gefst kostur á að æfa vel og sýna sig aftur í desember þegar hann mun hafa opnar æfingar á ný fyrir efnilega keppendur.

Þeir sem urður fyrir valinu að þessu sinni eru
frá Karatefélagi Reykjavíkur:
Elías Snorrason
Hugi Halldórsson
Davíð Steinn Einarsson
Viktoría Ingólfsdóttir
Ronja Halldórsdóttir
Nökkvi Benediktsson
Ísabella María Ingólfsdóttir
Embla Rebekka Halldórsdóttir

frá Karatedeild Fylkis:
Ólafur Engilbert Árnason
Iveta C. Ivanova
Samuel Josh Ramos
Alexander Rósant Hjartarson
Nökkvi Snær Kristjánsson

frá Þórshamri:
Hannes Hermann Mahong Magnússon


Næstu verkefni hjá kumitelandsliðinu eru æfingabúðir með landsliðsþjálfaranum í Stokkhólmi 15. – 18. október, æfingar í Reykjavík fyrir og eftir ÍM og UMÍ í kumite 22. – 24. október, undirbúningur fyrir HM í Dubai 16. – 22. nóvember, Norðurlandameistaramót í Stavanger, Noregi 27. nóvember, WKF Youth League í Feneyjum fyrir 12-17 ára, 10. – 13. desember og loks æfingabúðir í Reykjavík 17. – 19. desember.

About Reinhard Reinhardsson