banner

Þórður Jökull á Solna Karate Cup

Þórður Jökull Henrysson, landsliðsmaður í kata, tók þátt í Solna Karate Cup, Svíþjóð, laugardaginn 23. október.

Hann keppti bæði í kata fullorðinna og í U21 flokki, 18-20 ára. Þórður náði 3ja sæti í flokki U21 og því 7. í flokki fullorðinni eftir að hafa verið efstur í sínum riðli í fyrstu umferð.

Mótið er hluti af undirbúningi hans fyrir Heimsmeistaramótið sem fer fram í Dubai, 15.-21. nóvember næstkomandi þar sem hann keppir fyrir Íslands hönd.

Þórður Jökull

About Reinhard Reinhardsson