banner

Tveir tvöfaldir meistarar á ÍM í kumite 2022

Íslandsmeistaramótið í kumite 2022 fór fram laugardaginn 8. október í Fylkisselinu, Norðlingaholti, og hófst kl. 10.00.

Keppendur frá 4 karatefélögum og -deildum tóku þátt í mótinu sem er fyrir 16 ára og eldri.

Ólafur Engilbert Árnason, Fylki og Ronja Halldórsdóttir, Karatefélagi Reykjavíkur urðu bæði tvöfaldið meistarar.
Sigruðu sinn þyngdarflokk og opna flokkinn.

Ólafur keppti í -75kg flokki karla og sigraði Hannes Hermann Mahong Magnússon, Þórshamri 9-0 í fyrstu viðureign og síðan Samuel Josh Ramos, Fylki , 3-1 í seinni viðureign sinni.

Í opna flokknum sigraði Ólafur, Hannes Hermann Mahong Magnússon, Þórshamri 9-1 í undanúrslitum og Samuel Josh Ramos, Fylki, 3-0 í úrslitum.

Ronja keppti í +61 kg flokki kvenna og sigraði Eydísi Magneu Friðriksdóttur, Fjölni, 2-0 í fyrstu viðureign og síðan Ísold Klöru Felixdóttir, Fylki, 9-5 í þeirri seinni.

Í opna flokki kvenna mættust þær Ronja og Ísold aftur en nú voru leikar jafnari og endaði úrslitaviðureignin 5-4 fyrir Ronju.

Í kumite karla -84kg flokki sigraði Hugi Halldórsson KFR, Hákon Örn Árnason, KFR, 3-1 í úrslitaviðureigninni.

Karatdeild Fylkis stóð uppi sem sigurveigari félagsliða með 14 stig en gefin eru 3 stig fyrir 1. sæti, 2 stig fyrir 2. sæti og 1 stig fyrir 3. sæti. Þar á eftir komu KFR með 12 stig, Þórshamar með 2 stig og Fjölnir 1 stig.

Yfirdómari á mótinu var Helgi Jóhannesson, Evrópudómari og mótsstjóri María Jensen.

Heildarúrslit

Samuel, Ólafur, Hannes og Hákon í opnum flokki karla

Ísold og Ronja í opnum flokki kvenna

About Reinhard Reinhardsson