Nýjir dómarar í kumite
Karatesambandið hélt dómaranámskeið í kumite, fimmtudaginn 3.nóvember síðastliðinn. Helgi Jóhannesson, EKF Referee, sá um námskeiðið og var það haldið í íþróttahúsi Smárans, Kópavogi. Góð þátttaka var á námskeiðinu og metfjöldi einstaklinga fór þar í skriflegt kumitepróf að námskeiði loknu. Seinni hlutinn námskeiðsins fór svo fram á GrandPrix mótinu sunnudaginn 6.nóvember, þar sem dómaraefnin tóku þátt í dómgæslu til að staðfesta verklega hluta prófsins. Dómaranefndin vill koma á framfæri þakklæti fyrir allan þann fjölda sem tók þátt í námskeiðinu og stóðu sig með sóma.
Þeir sem fengu ný og uppfærð réttindi voru:
Aron Bjarkason, Þórshamri, Referee-B
Jóhannes Felix Jóhannesson, Breiðablik, Referee-B
Aron Breki Hreiðarsson, Breiðablik, Judge-A
Þeir sem fengu ný réttindi voru:
Aron Anh Ky Huynh, ÍR, Judge-B
Hákon Örn Árnason, KFR, Judge-B
Hugi Halldórsson, KFR, Judge-B
Ísold Klara Felixdóttir, Fylkir, Judge-B
Ronja Halldórsdóttir, KFR, Judge-B