banner

Karatekona og karatemaður ársins 2023

Karatekona ársins 2023:

Eydís Magnea Friðriksdóttir, Karatefélag Reykjavíkur.

Eydís er ung og efnileg karatekona sem keppir í báðum greinum karate, kata og kumite.

Hún á að baki gott keppnisár þar sem hún vann til verðlauna bæði innanlands sem erlendis.
Hún vann kata senior gull og kumite senior gull á RIG23. Gull á ÍM í kata kvenna.
Sigraði bæði sinn þyngdarflokk og opinn flokk kvenna á ÍM í kumite og varð
Bikarmeistari í samanlögðu eftir að hafa unnið bæði kata og kumite flokka kvenna.
Erlendis stendur upp úr brons á Kata Pokalen, í Svíþjóð, í flokki U21 kvenna,
brons á NM Gautaborg í Kata senior kvenna og 2 silfur og brons á Evrópumeistaramóti Smáþjóða sem fram fór í Luxembourg.

Hún er fastamenneskja í landsliði Íslands í kata og er góð fyrirmynd og verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.

Karatemaður ársins 2023:

Samuel Josh Ramos, Karatedeild Fylkis.

Samuel er efnilegur keppnismaður sem hefur einbeitt sér að keppni í kumite undanfarin ár.
Hann hefur verið með bestu keppendum Íslands í kumite og unnið til verðlauna innanlands sem utan á árinu.

Hann sigraði opin flokk karla á RIG23, vann brons á Copenhagen Open í flokki U21 -67kg flokki og
vann gull á Evrópumeistaramóti Smáþjóða í male kumite -67kg flokki, brons í male U21 -67kg flokki auk þess að vera í bronsliði Íslands á mótinu með
Hannesi Magnússyni og Þórði Jökli Henryssyni.
Hann hefur tekið þátt á Evrópu-, Heims- og Heimsbikarmótum á árinu og sótt sér dýrmæt reynslu á þeim.

Samuel er fastamaður í landsliði íslands í kumite og góð fyrirmynd og verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.

Eydís og Samuel

About Reinhard Reinhardsson